Úrval - 01.06.1952, Síða 104

Úrval - 01.06.1952, Síða 104
102 ÚRVAL Annetta. Það var ekki mér að kenna, það voru kringumstæð- urnar. Getur þú fyrirgefið mér?“ Hún leit á hann hatursfullu augnaráði. „Aldrei. Af hverju lætur þú mig ekki í friði? Er það ekki nóg, að þú hefur eyðilagt líf mitt?“ „Það er nú einmitt það. Ef til vill hef ég ekki gert það. Þegar ég komst að því, að þú værir ófrísk, fannst mér það í fyrstu aðeins dálítið skrítið. Nú er mér öðruvísi innanbrjósts. Það hefur gert mig stoltan.“ „Stoltan?“ hreytti hún úr sér. „Ég vil að þú eigir barnið, Annetta. Ég er glaður yfir því að þú skyldir ekki geta losað þig við það,“ „Hvernig vogar þú þér að segja þetta?“ „Hlustaðu á mig. Ég hef ekki hugsað um annað síðan ég frétti þetta. Stríðinu verður lokið eftir sex mánuði. Við sigrum Eng- lendinga næsta vor. Þeir geta ekki staðið okkur snúning. Og þá losna ég úr hernum og þá ætla ég að giftast þér.“ „Þú? Hvers vegna?“ Hann roðnaði. Hann kom sér ekki að því að segja bað á frönsku. svo að hann sagði það á þýzku. Hann vissi, að hún skildi það mál. „Ich liebe dich.“ „Hvað er hann að segja?“ spurði frú Périer. „Hann segist elska mig.“ Annetta rak upp hlátur. Hún hló hærra og hærra og gat ekki hætt. Hún grét af hlátri. Frú Périer sló hana utan undir. „Taktu ekkert mark á þessu,“ sagði hún við Hans. „Þetta er móðursýki. Það stafar af þung- uninni, þú skilur.“ Annetta tók andköf. Hún var farin að jafna sig. „Ég kom með kampavíns- flöskuna til þess að við gætum haldið trúlofun okkar hátíð- lega,“ sagði Hans. „Það sárgrætilegasta er, sagði Annetta, „að við skyld- um vera sigruð af fíflum, af svona fíflum.“ Hans hélt áfram að tala á þýzku. „Ég vissi ekki að ég elskaði þig, fyrr en ég komst að því að þú værir ófrísk. Það kom allt í einu yfir mig eins og þruma, en ég held að ég hafi alltaf elskað þig.“ „Hvað er hann að segja?“ spurði frú Périer. „Ekkert merkilegt.“ Hann fór aftur að tala á frönsku. Plann vildi að foreldrar Annettu skildu það sem hann sagði. „Ég mundi vilja giftast þér strax. en herstjórnin leyfir það ekki. Og þið skuluð ekki halda að ég sé einhver landshorna- maður. Faðir minn er efnaður og við erum vel kvnnt heima í sveitinni minni. Ég er elztí sonurinn og þig mun ekkert skorta.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.