Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
lífs í klettum þess benda til að
einhvern tíma í fyrndinni — ef
til vill oftar en einu sinni —
hafi á miklum hluta hins stóra
meginlands verið temprað lofts-
lag, eða jafnvel hálfgert hita-
beltisloftslag. En stormar og
vetrarkuldar í hundruð miljónir
ára hafa hulið þykkum ísi það
land sem eitt sinn var grasi-
og skógivaxið.
Nú er þarna aðeins endalaus,
skjannahvít eyðimörk með fjöll
sem gnæfa eins og legsteinar
upp úr alheims kirkjugarði. Að
minnsta kosti tveir þriðju hiut-
ar landsins er algerlega óþekkt.
Sá hlutinn sem kortlagður hef-
ur verið — en það er aðalega
strandlengjan — hefur mestall-
ur verið skoðaður einungis gegn-
um skýjaglufur úr hraðfleygum
flugvélum.
Þetta mikla meginland er eins
stórt og Bandaríkin og Ástralía
til samans. Það er kaldasta land
á jörðinni. Jafnvel á miðju sumri
við ströndina fer hitinn sjaldan
upp fyrir frostmark og álitið
er að hann komist allt niður í
-j- 75, en meðalhitinn er langt
fyrir neðan það sem hann er
í köldustu löndunum næst norð-
urheimskautinu.
Suðurheimskautslandið er
land ævintýra og undarlegra
fyrirbrigða — það er hurð í
hálfa gátt sem geymir að baki
sér næstum óræða leyndardóma,
fegurð og hættur.
1 fyrsta skipti.
Þau höfðu verið saman að skemmta sér í fyrsta skipti og'
stóðu nú fyrir utan dyrnar heima hjá henni. Skilnaðarstundin
var komin og þá segir hann:
„Hvað heidurðu að þú gerðir ef ég kyssti þig núna?“
„Ég mundi kalla á bróður minn,“ sagði hún.
,,Er hann sterkur ?“
„Ne-ei.“
„Hvað er hann gamall?"
Hún þagði andartak, svo hvíslaði hún:
„Þriggja ára.“ — Allt.
Rökrétt ályktun.
Stína litla tók eftir að mamma hennar var tekin að grána
fyrir hærum og þótti henni það mjög undarlegt fyrirbrigði.
„Af hverju verða hárin á þér grá, mamma?" spurði hún.
Mamma hennar sá sér leik á borði og svaraði: „t hvert
skipti sem þú ert óþæg vex eitt grátt hár á höfðinu á mér.“
Stína litla rak upp stór augu og hrópaði: „Ja, mamma, mik-
ið hefur amma átt óþæga stelpu!"
— Boyd G. Wood i „World Digest",