Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 13
UM KRABBAMEIN I MAGA
11
breytingar í kirtlamaganum, en
þær voru ekki krabbameinskynj-
aðar. Það er raunar ekki full-
víst, að ofhitaða feitin hafi vald-
ið æxlunum í formögum rott-
anna. Það er sem sé vitað, að
matur sem er snauður af A-
vítamíni kemur af stað myndun
svona æxla í formaganum, og
tilraunir sem enskir vísindamenn
hafa gert, benda til að ofhituð
feiti geti að einhverju leyti
hindrað nýtingu A-vítamíns. A-
vítamínskortur gat þá eins ver-
ið orsök æxlismyndunarinnar í
tilraunarottunum.
Athyglisverðar eru einnig til-
raunir sem Widmark prófessor
í Lundi gerði fyrir nokkrum ár-
um. Hann sýndi fram á að
sterkt seyði af brenndu kaffi
gat valdið húðkrabba í músum,
ef það var borið nógu lengi á
húðina. En magakrabba gat
hann ekki framkallað þótt hann
blandaði seyðinu saman við fæðu
tilraunadýranna — og má það
vera huggun þeim sem kaffikær-
ir eru.
Tilraunir til að ala dýr á heit-
um eða mikið krydduðum mat
gáfu heldur ekki jákvæðan ár-
angur.
Þó er nú vitað að mörg efni
eru til sem á tiltölulega skömm-
um tíma geta valdið krabba-
meini í rottum og músum, og
mætti því ætla, að ef þessi efni
væru látin í mat tilraunadýr-
anna, ættu þau að valda maga-
krabba. En það kom brátt í ljós
að svo var ekki. Jafnvel þótt
sterkustu efnum af þessu tagi
væri blandað saman við mat-
inn í langan tíma myndaðist
ekki krabbamein í kirtlamag-
anum. Aftur á móti myndaðist
það í formaganum, en eins og
áður segir er hann ekki sam-
bærilegur við mannsmagann,
slímhúð hans líkari húðþekj-
unni.
í hverju getur þetta ónæmi
dýramagans fyrir krabbameini
verið fólgið? Það er hægt að
hugsa sér margar skýringar,
enda hafa margar kenningar
komið fram. Frumurnar í slím-
húð magans hafa kannski sér-
lega mikið mótstöðuafl gegn á-
hrifum þessara efna, eða
kannski hlífir slímið innan á
slímhúðinni maganum gegn á-
hrifum þeirra.
Fá má nokkra hugmynd um
það hversvegna þessar tilraunir
hafa gefið neikvæðan árangur
með því að fylgjast með gegnum
skyggnisjá (fluoroscope) hvern-
ig og hvar líkaminn tekur til sín
þessi ertandi efni í fæðunni. Það
er hægt af því að sum efnanna
eru flórandi, þ. e. verða lýsandi
ef beint er að þeim ósýnilegum,
útf jólubláum geislum. Eitt þess-
ara efna er benzpyren, sem
hefur sterk áhrif til krabba-
meinsmyndunar. Ef tilraunadýr-
in eru látin kingja feiti með
benzpyren í, má í skyggnisjá.
greina sterka flórandi í for-
rnaganum, en enga í kirtlamag-
anum. Miklu ræður sennilega að
yzta lag slimhúðarinnar í for-