Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 102

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL veður þennan dag, en það var ekki kalt. „Ég veit hvernig ástatt er með Annettu," sagði hann. Hún hrökk við. „Hvernig komst þú að því? Hún var ákveðin í að láta þig ekki vita um það.“ „Hún sagði mér frá því.“ „Það var dálaglegt, sem þú afrekaðir þarna um kvöldið.“ „Ég vissi ekkert um þetta. Hvers vegna sögðuð þið mér ekki fyrr frá bví?“ Hún fór að tala, ekki með beiskju, jafnvel ekki ásakandi, heldur eins og þetta væri eitt- hvert óviðráðanlegt óhapp, eins og þegar kýr drepst af burði eða vorfrost eyðileggur ávöxt aldintrjánna, óhapp, sem menn- irnir verða að taka með auðmýkt og sætta sig við. Eftir kvöldið hræðilega hafði Annetta veikzt og legið rúmföst í marga daga með háan hita. Foreldrar henn- ar héldu að hún væri að missa vitið. Hún hljóðaði klukkustund- um saman. Það var ekki hægt að ná í lækni. Þorpslæknirinn hafði verið kvaddur í herinn. Jafnvel í Soissons voru aðeins tveir læknar eftir, báðir gamlir menn, og hvernig hefðu þeir get- að komið, þó hægt hefði verið að senda eftir þeim? Þeim var bannað að fara úr borginni. Jafnvel þegar hitinn tók að lækka, var Annetta of veik til að fara á fætur, og þegar hún komst á ról, var hún svo mátt- farin og föl, að það var hörmung að sjá hana. Áfallið hafði verið ægilegt, og þegar mánuðurinn leið, og næsti mánuður, án þess að hún hefði á klæðum, veitti hún því enga athygli. Hún hafði alltaf verið óregluleg að þessu leyti. Það var frú Périer, sem fyrst fór að gruna, hvernig í öllu lá. Hún spurði Annettu. Þær voru báðar skelfdar, en þær voru ekki vissar í sinni sök, og þær sögðu Périer ekki frá grun sín- um. Þegar þriðji mánuðurinn var liðinn, voru þær ekki í nein- um vafa lengur. Annetta var þunguð. Þau áttu gamlan Citroenbíl, sem frú Périer hafði notað fyrir stríðið til þess að flytja afurð- irnar á markað í Soissons, tvisv- ar í viku, en eftir hernám Þjóð- verja höfðu þau ekkert að selja, og ferðir á markaðinn voru því ónauðsynlegar. Benzín var næst- um ófáanlegt. En þeim tókst að ná í það og þær óku til borg- arinnar. Einu bifreiðirnar sem sáust, voru herbílar Þjóðverja. Þjóðverjar voru allstaðar á ferli. Það voru þýzk umferðarmerki á götunum, og á opinberum byggingum voru tilkynningar á frönsku, undirritaðar af setu- liðsforingjanum. Margar búðir voru lokaðar. Þær fóru til aldr- aðs læknis. sem þær þekktu, og hann staðfesti grun þeirra. Hann var kaþólskrar trúar og vildi ekki hjálpa þeim. Þegar þær fóru að gráta, yppti hann öxlum. „Þú ert ekki sú eina,“ sagði hann. „II faut souffrir“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.