Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
arlega jafnfætis norðlendingun-
um eða að lúta í lægra haldi
fyrir þeim. Hinir fáu núrar sem
hlotið hafa menntun hjá trúboð-
unum gera sér þetta ljóst, og
yfirvöldin í Súdan einnig. Er nú
verið að gera tilraun til að auka
menntun landsbúa og koma á
öðrum umbótum. Enn er þó að-
eins um byrjunartilraunir að
ræða.
Sumir telja, að þjóðarat-
kvæðagreiðsla muni geta skorið
úr um framtíð Súdan. I Norður-
súdan væri slíkt hugsanlegt, en
meðal núra og annarra negra-
kynþátta í Suðursúdan væri það
óframkvæmanlegt eins og nú er
ástatt.
Ég fullyrði, að ekki fleiri en
einn núri af þúsund hafi heyrt
Sameinuðu þjóðanna getið. I
heimsóknum mínum í ýms núra-
þorp hef ég komizt að raun um
að sára fáir vita að til eru lönd
sem heita Bretland og Egypta-
land. Þeir kalla alla hvíta menn
„tyrki“, en tyrkir réðu löndum
í Súdan fyrir rúmri öld.
— New York Herald Tribune.
Nýja berklalyfið.
Ótímabær frétt í blöðum New
York borgar um nýtt berkla-
lyf*') hefur vakið vonir margra
berklasjúklinga um bata, en
gremju læknastéttarinnar.
í nokkrum sjúkrahúsum í New
*) Þetta mun vera sama berkla-
lyfið og getið var um í íslenzkum
blöðum fyrir nokkru.
York og víðar höfðu læknar í
nokkra mánuði gert tilraunir með
nokkur afbrigði af níasíni, einni
tegund B-vítamíns, á nokkur
hundruð berklasjúklingum. (Af-
brigðileikinn er fólginn í mis-
munandi gerð og stærð sameind-
anna). Áhrif lyfsins á sjúkling-
ana, sem allir voru langt leiddir
af berklum, voru mjög athyglis-
verð. Sótthitinn hvarf, matar-
lystin jókst og þeir náðu eðli-
legri þyngd sinni. Svo virtist
sem sjúkdómurinn hefði verið
stöðvaður. Hin þrjú afbrigði,
sem reynd voru, virðast mjög
skæð berklasýklinum.
Dagblöðin í New York munu
hafa fengið veður af þessu
,,undralyfi“ hjá ættingjum sjúk-
linganna og birtu frásagnir af
því á forsíðum sínum undir stór-
um fyrirsögnum í marzmánuði.
Úr þessu varð brátt sannkölluð
fréttahátíð. Sumir hinna „lækn-
uðu“ sjúklinga dönsuðu á göng-
um spítalanna fyrir blaðaljós-
myndarana. I einni svipan urðu
læknar um gjörvallt landið um-
setnir berklasjúklingum, sem
allir vildu fá hið nýja lyf.
Læknarnir reyndu eftir beztu
getur að lækka hrifningaröld-
una. Fimm dögum eftir að frétt-
in birtist, mættu sex kunnir sér-
fræðingar fyrir læknaráði New
York borgar, til að gera grein
fyrir því hversvegna þeir hvettu
til varkárni í dómum um lyfið.
Þeir bentu á að enn sé ekki feng-
in reynsla á öðru en „bata á
sjúkdómseinkennum" (sympto-