Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 49

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 49
SONUR MINN ER EITURLYFJANEYTANDI 47 „Hvar er Buddy? Hvað hef- urðu gert við son minn?“ sagði ég. „Hann er bak við hornið. Hann sagði að þú værir með fimmtíukall." „Ég afhendi enga peninga fyrr en sonur minn er kominn upp í bílinn til mín.“ Hann hikaði, svo hvarf hann aftur fyrir hornið. Brátt komu tveir menn í ljós og ég gat greint hvítar sáraumbúðirnar um háls Buddys. „Þakka þér fyrir að þú komst, mamma,“ hvíslaði hann. „Borgaðu skuld þína,“ sagði ég höstug og fékk honum pen- ingana. „Fáðu mér hólkinn," hvíslaði Buddy. Maðurinn rétti honum eitthvað. Buddy fitlaði eitthvað við umbúðirnar um hálsinn á sér og þá sá ég hvað eiturlyfjasalinn hafði fengið honum: það var innri hólkurinn úr kokpípunni; hann gat tekið hann úr til að hreinsa hann, en án hans átti hann á hættu að kafna. Löng- unín í eiturlyf hafði verið svo sterk, að hann hafði látið eit- urlyfjasalann fá hólkinn í pant. Á Jeiðinni heim tók ég ákvörð- un. Ég ætlaði að reyna að vinna traust Buddys, hætta að vekja óvild hjá honum. I kvöld hafði ég komizt að raun um hve mátt- ugan óvin ég átti í höggi við. Ég hætti að fara í búðina og var Öllum stundum með Buddy. Hann var að mestu eins og hann átti að sér; þó vissi ég að hann hlaut að nota eitthvað af heroini á hverjum degi. Á f jórða degi var hann orðinn eirðarlaus. Svitaperlur voru á enni hans og hann var náfölur. „Mamma," stundi hann um kvöldið,“ ég verð að fá meira af því.“ Ég varð næstum hrifin. Hann var farinn að treysta mér aftur. Ég sagði honum frá ráðagerð minni. Ég ætlaði að fara með honum. Allt heroinið sem hann keypti yrði hann að fá mér, og ég ætlaði svo að skammta hon- um. „Ég vil fylgjast með þér. Ég vil ekki að þú farir á bak við mig.“ Sem snöggvast brá fyrir gömlu gremjunni í augum hans. „Allt í lagi mamma,“ sagði hann. „En ég verð að fá skot núna.“ Við ókum inn í borgina; ég fékk honum peninga og hann hljóp upp stiga í leiguhúsi og kom aftur með tvo skammta. „Ég gat ekki fengið meira,“ sagði hann. Þetta kvöld naut ég þeirra vafasömu fríðinda að sjá son minn „fá sér skot“. Áhrifin voru skjót og gagnger. Nú vildi hann tala. Það var eins og hann hefði gert mig þátttakanda í ein- hverju undursamlegu. Hann vildi skýra mér frá allri reynslu sinni af heroini, hvaða tilfinn- ingar það vekti hjá sér, og hvernig sér liði þegar hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.