Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
ur á móti vel hugsanleg, en
hagnýtt gildi hennar er að sjálf-
sögðu komið undir verðinu á
kjamorkunni. Ef atómeimreið-
in verður ekki ódýrari í rekstri
en dieseleimreiðin, er ástæðu-
laust að skipta.
17. Hafa verið gerðar tilraun-
ir með atómeldflaugar?
Ekki enn. Það hefur mikið
verið bollalagt um atómeld-
flaugar, en þær eru enn aðeins
draumur. Ekki er óhugsandi að
sá draumur geti orðið að veru-
leika, en mörg tæknileg vanda-
mái þarf að leysa áður en svo
verður.
18. Eignast starfslið kjarn-
orkuveranna heilbrigð og rétt-
sköpuð börn?
Já. Börn sem fædd eru í Oak
Ridge eða í Los Alamos í Nýju
Mexikó eru að öllu leyti heil-
brigð. Læknir í Oak Ridge, sem
var dómari á ,,barnasýningu“
þar, lét svo ummælt að ef nokk-
ur munur væri, þá væri hann
helzt sá, að starfsfólk kjarn-
orkuveranna væri frjósamara
en almennt gerist!
Áminning.
Biskupinn hafði haft spurnir af þvi að syni hans, sem stund-
aði guðfræðinám, hefði orðið á sú stórsynd að blóta opinber-
lega. Sonurinn var þegar kallaður til yfirheyrslu og sagði skil-
merkilega frá þvi sem skeð hafði:
„Það var í harðri rugby-keppni við læknadeild háskólans
og nálægt leikslokum, þegar harka var farin að færast í leik-
inn, náði ég knettinum. Ég klemmdi hann fast undir öðrum
handleggnum og tók til fótanna. Tveir mótspilarar voru fyrir
mér. Öðrum hrinti ég um koll, en hinn hljóp ég af mér. Mark-
ið var opið fyrir mér, en þá uppgötvaði ég allt í einu, að bolt-
inn var ekki lengur undir handleggnum á mér. Og þá gat ég ekki
stillt mig. Áður en ég vissi af hafði ég hrópað: „Hver and-
skotinn varð af boltanum!" Ég bið þig fyrirgefningar á þessu,
faðir minn.“
„Já, já,“ sagði biskupinn óþolinmóður, „en hver andskotinn
varð af boltanum?" — Allt.
Mannsheilinn er undursamlegt liffæri. Hann tekur til starfa
um leið og maður fæðist og hættir ekki fyrr en maður stend-
ur upp til að halda ræðu. •— Irvin Hoffman.