Úrval - 01.06.1952, Side 43

Úrval - 01.06.1952, Side 43
ER KVIKMYNDALIST TIL? 41 iðnaðarins að hann fékk að byrja aftur og síðan hefur hann aðeins framleitt innantómar gamanmyndir. Eisenstein, sem vafalaust er mesti snillingur í kvikmyndagerð er uppi hefur verið, komst síðustu ár sín í ónáð vegna þess að listræn sjónarmið hans voru ekki í samræmi við skoðanir sovét- ráðsins. Chaplin er mesti trúð- leikari sem uppi hefur verið. Hann græddi offjár á snilligáfu sinni og varð með því móti sjálfstæður maður og gat farið sínar eigin götur, en slíkir menn eru ekki á hverju strái. Það mætti nefna ótal dæmi til viðbótar, en ég hygg að það sé lærdómsríkara fyrir þá lista- menn sem tengja miklar von- ir við kvikmyndalistina að skýra fyrir þeim hvernig kvik- mynd verður til og taka Dan- mörku sem dæmi. Sem uppistaða í kvikmynd er válin skáldsaga, leikrit eða smásaga, sem áður hefur náð hylli eða vakið athygli á annan hátt. Með því móti tryggir framleiðandinn sér áhuga al- mennings og blaða áður en myndin er sýnd. Því næst eru valdir vinsælir leikarar, svo að fólk geti sagt þegar það hefur séð myndina: „Guð hvað Reum- ert var góður!“ Því næst er kvaddur til myndatökustjóri, venjulega leikstjóri sem ekki hefur hugmynd um hvernig kvíkmyndaræma, kvikmynda- vél eða klippuborð lítur út — það nægir ef hann er þekktur. Áður hefur einhver rithöfund- ur útbúið kvikmyndahandritið, 600 blaðsíðna samtöl sem skipt er í sviðsnúmer. Þessi númer svara til þátta í leikriti. Og nú getur myndatökustjórinn tekið til starfa. Starf hans er í því fólgið að útbúa stundatöflu, sem er mikið vandaverk því að einn leikarinn er bundinn í leikhúsinu þennan daginn og annar hinn; hann verður að sjá um að einu atriði sé lokið þeg- ar annað er tilbúið til mynda- töku. Myndatökutíminn verður af fjárhagsástæðum að vera sem allra stytztur og ákveðinn fjölda atriða verður að taka á hverjum degi. Myndatökustjór- inn verður sem sagt að sjá um allt vafstur í sambandi við myndatökuna, og þess á milli á hann svo auðvitað að segja leik- urunum hvað þeir eiga að segja, það vita þeir sjaldnast fyrr en þeir koma á sviðið. Lýsingu og allt hið myndræna felur hann myndatökumanninum, er jafn- an lætur sig litlu skipta hvort myndin, sem hann er að taka, heitir „Jól á kaupmannsheimil- inu“ eða „Hið rétta andlit“, bara ef vélin hans er af nýjustu amerískri gerð. Eftir þriggja vikna þindarlaust strit, sem allt miðast við að myndinni verði lokið á sem skemmstum tíma, getur myndatökustjórinn kast- að mæðinni. Starfi hans er lok- ið, aðrir fá í hendur það hlut- verk að klippa myndina, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.