Úrval - 01.06.1952, Side 111

Úrval - 01.06.1952, Side 111
ÖSXGRANDI . 109 Þú kannt nóg í henni til þess að skilja mif.'1 „Ég ætti að gera það. Ég kenndi hana í tvö ár.“ Hann fór að tala þýzku, en hún hélt áfram að tala móður- mál sitt. „Það er ekki einungis að ég elski þig, ég dáist að þér. Ég dáist að þokka þínum og yndis- leik. Það er eitthvað í fari þínu sem ég skil ekki. Ég ber virð- ingu fyrir þér. Mér er Ijóst að þú vilt ekki giftast mér núna, þó það væri mögulegt. En Pierre er dáinn.“ „Talaðu ekki um hann,“ sagði hún æst. „Ég get ekki þolað það.“ „Mig langaði aðeins til að segja þér, að mér þykir leitt, þín vegna, að hann skuli vera dáinn.“ „Skotinn til bana af þýzkum fangavörðum.“ „Ef til vill læknast sorg þín þegar tímar líða. Þú veizt, að þegar maður missir ástvm, þá heldur maður að söknuðurinn verði alltaf jafnsár, en það er ekki rétt/ Væri þá ekki betra fyrir þig að eiga föður fyrir bamið þitt ?“ „Jafnvel þótt ekkert annað væri til hindrunar — heldur þú að ég gæti nokkumtíma gleymt því, að þú ert Þjóðverji og ég frönsk kona? Barnið yrði mér eins og hrópandi ásök- un allt mitt líf. Heldur þú að ég eigi enga vini? Hvern- ig gæti ég látið þá sjá mig með barn, sem ég hef átt með þýzkum hermanni? Það er að- eins eitt, sem ég bið þig um; láttu mig í friði í niðurlægingu minni. Farðu, farðu — í guðs bænum farðu og komdu aldrei aftur.“ „En hann er líka mitt barn. Ég vil hafa hann hjá mér.“ „Þú?“ sagði hún forviða. „Hvaða þýðingu skyldi lausa- leikskrakki, sem þú gazt í ölæði, hafa fyrir þig?“ „Þú skilur mig ekki. Ég er svo stoltur og hamingjusamur. Þeg- ar ég frétti að þú værir ófrísk, varð mér ljóst að ég elskaði þig. Ég trúði því ekki í fyrstu; það var svo óvænt. Skilur þú ekki hvað ég á við? Barnið, sem þú fæðir er mér meira virði en allt annað í veröldinni. Ó, ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því; það hefur vakið hjá mér svo undarlegar tilfinn- ingar, að ég skil sjálfan mig ekki lengur.“ Hún horfði fast á hann og það var kynlegur glampi í aug- um hennar. Það var eins og sigurhrós í augnaráðinu. Hún hló. _ „Ég veit ekki hvort ég hef meiri viðbjóð á fantaskap ykk- ar Þjóðverja eða væminni við- kvæmni.“ Hann virtist ekki hafa heyrt það sem hún sagði. „Ég er alltaf að hugsa um hann.“ „Þú ert viss um að það verði drengur?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.