Úrval - 01.06.1952, Page 101

Úrval - 01.06.1952, Page 101
ÓSIGRANDI 99 „Elskan mín,“ sagði hann. Hún stökk á fætur og hratt honum frá sér. „Snertu mig ekki. Farðu. Farðu burt. Ertu ekki búinn að gera mér nógu mikið illt?“ Hún hljóp út úr herberginu. Hann beið 1 nokkrar mínútur. Hann var alveg ruglaður. Hann ók hægt til Soissons, og þegar hann var háttaður um kvöldið, gat hann ekki sofnað fyrr en eftir marga klukkutíma. Hann var stöðugt að hugsa um Ann- ettu. Það hafði fengið svo á hann að sjá hana sitja þarna við borðið hágrátandi. Það var hans barn. sem hún gekk rneð. Það fór að síga á hann svefn- höfgi, en allt í einu glaðvaknaði hann, það var eins og hann hefði hrokkið upp við fallbyssuskot, hann elskaði hana. Auðvitað hafði hann hugsað mikið um hana, en aldrei á þennan hátt; hann hafði hugsað sem svo, að það væri gaman, ef hann gæti gert hana ástfangna í sér, það væri sigur fyrir sig, ef hún byði honum það, sem hann hafði tekið með valdi, en honum hafði aldrei flogið í hug, að hún gæti í hans augum orðið öðruvísi en aðrar konur. Hún var ekki hans kvengerð. Hún var ekki sérstak- lega fríð. Hún bjó ekki yfir neinu seiðmagni. Hvers vegna varð hann þá allt í einu gripinn þessari kynlegu tilfinningu? Og þetta var alls ekki skemmtileg tilfinning, það var sársauki. En hann vissi hvað hún boðaði; hann var ástfanginn, oghann var sælli en hann hafði nokkru sinni verið fyrr á ævinni. Hann lang- aði að vef ja hana örmum, hann langaði að kjassa hana og kyssa tárvot augu hennar. Hann girnt- ist hana ekki eins og karlmenn girnast konur, hann langaði til að hugga hana, hann langaði að hún brosti til hans — ein- kennilegt, að hann hafði aldrei séð hana brosa, hann langaði til að sjá fallegu augun hennar full mildi og blíðu. I þrjá daga gat hann ekki far- ið burt frá Soissons og í þrjá daga, þrjá daga og þrjár næt- ur, hugsaði hann um Annettu og um barnið, sem hún myndi fæða. Loks gat hann skroppið til bóndabæjarins. Hann vildi hitta frú Périer eina, og hann hafði heppnina með sér, því að hann hitti hana á veginum, spöl- korn frá bænum. Hún hafði ver- ið að safna spreki í skóginum og var nú á heimleið með stórt viðarknippi á bakinu. Hann stöðvaði mótorhjólið. Honum var ljóst, að vinsemd hennar í hans garð stafaði einvörðungu af því, að hann færði henni mat- væli, en honum var sama um það; honum var það nóg, að hún var þægileg í viðmóti og myndi halda áfram að vera það meðan hún gæti kríað eitthvað út úr honum. Hann sagði henni að hann langaði til að tala við hana og bað hana að leggja af sér byrðina. Það var dumbungs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.