Úrval - 01.06.1952, Side 59

Úrval - 01.06.1952, Side 59
VAXMYNDASAFN MADAME TUSSAUD 57 ingunni. Hún lagði sér orð pró- fessorsins á minni, og hafði framvegis sérsýningu á þorp- urunum — ég meina að sjálf- sögðu þá síðarnefndu! Hún var slunginn kvenmaður. Hún gerði vaxmynd af sjálfri sér. Viljið þér sjá hana?“ Við förum upp og nemum staðar fyrir framan fjörlega konu, sem lítur helzt út eins og hún sé í Hjálpræðishernum. Það má með réttu segja að Madame Tussaud hafi reynt sitt af hverju. Hún fæddist 1761 og dó 1850. Á þessum níutíu árum lifði hún örlög þriggja kynslóða. Tvisvar eyðilagðist safn hennar í eldi, einu sinni lenti hún með hundrað myndir sínar í skipreika við strönd ír- lands, og þrisvar sat hún í fang- elsi. I heilan mánuð stóð hún við fótstall fallaxarinnar og gerði vaxmyndir af höfðum Lúðvíks XVI, Maríu Antoinette, Robespierre og margra annarra. Oft voru henni færð höfuðin í körfu heim til sín með fyrir- mælum um að næsta morgun yrði hún að hafa lokið mótun þeirra, og hún vann næturlangt, umkringd afhöggnum höfðum af fólki, sem hún hafði þekkt persónulega. 1 sannleika sagt furðuleg kona . . .! „Er hún ekki lítil ?“ segir Tussaud um leið og hann lagar fellingu í kjól hennar. „Eins og raunar allar brúðurnar rnínar. Við erum alitaf að stækka, en um leið afköstum við minna. Við búum kannski yfir eins mikilli orku, en hún verður að dreifast á stærri flöt. Því stærri sem diskurinn er, því þynnri verður súpan. Það var meiri kraftur í fólkinu þegar það var lítið . . .“ Við göngum í gegnum nokkra sali með frægum mönnum, og það er rétt: ég er höfði hærri en þeir allir. Lyktin er eins og í líkhúsi, sama staðnaða loftið, blandað lykt af kertavaxi og ónotuðum fötum; og sömu á- horfendurnir, sem standa há- tíðlegir andspænis lífvana lík- ömunum. Það er hvíslað og fólk gengur á tánum. Eru vaxmyndirnar líkar fyrir- myndunum ? Það er athyglisverð spurning. Og svarið er einnig merkilegt: myndirnar af þeim sem dóu fyrir miðja síðustu öld eru nauðalíkar, en eftir þann tíma er líkingin með öllu horfin. Þetta var mér undrunarefni. Myndirnar af Napóleon, Nelson, Talleyrand og Richelieu voru frábærar, alveg eins og þessir menn hljóta að hafa verið, en af Churchill, Eisenhower og Truman eru þær ekkert líkar. Er þetta ekki merkilegt? Því að vitað er, að Napóleon vildi að- eins sitja fyrir Madame Tussaud í fimm mínútur, meðan hann snæddi morgunverð, og að Tall- eyrand og Nelson kynntist hún aldrei persónulega. Af Churchill og Eisenhower voru teknar gipsgrímur, augun bjó til kunn gerviaugna verk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.