Úrval - 01.12.1956, Side 11

Úrval - 01.12.1956, Side 11
ÞÚ HEFUR FRAMTlÐINA 1 HÖNDUM ÞÉR! 9 sem falla í íshafið, til þess að vökva eyðimerkur Miðasíu. Þau hafa lært að rækta korn, græn- meti og ávexti á freðmýrum Síberíu fyrir norðan heim- skautsbaug. Ameríkumenn taka fljót á bakið og bera þau yfir þúsuncl metra há f jöll. í Ameríku sá ég hve máttugur og tviklofinn maðurinn getur verið. Ame- ríkumenn finna bóluefni gegn mænuveiki — Ameríkumenn skjálfa á strönd Grænlands og stara angistarfullur radaraug- um handan yfir heimskautsís- inn. Öll umferð um Manhattan er stöðvuð: sjúkrabíll brunar með stállunga til næsta flug- vallar, af því að það þarf að bjarga mannslífi. En öll um- ferð New Yorkborgar er einnig stöðvuð til þess að reka tíu milljónir manna eins og rottur niður í jörðina. í Ameríku varð mér Ijóst hve sterkur viljinn til að gera gott getur verið, en einnig hve mátturinn til að gera illt getur lamað þann vilja. Og það fegursta sem ég sá var ekki Grand Canyon — gljúfrið mikla •— hin fagur- gula sprunga í rauða jörðina, og fjólublá fjöllin sem rísa upp úr henni, heldur hvít kona, sem hætti lífi sínu til að bjarga negrabarni undan bíl á fleygi- ferð. Vinir mínir, hver getur leyst þá gátu, sem lætur ein- staklinginn vera góðan, en sam- félag hans grimmt í garð ann- arra mannlegrar samfélaga?" Leyfið mér, elztum sexmenn- inganna, að reyna að svara þessari spurningu. Friði verður aldrei komið á á jörðinni nema vér lærum að gleðjast yfir sér- kennum eða frábrigðileik ann- arra. Mikil væri fátæktin í ríki fuglanna ef þar væru aðeins hvítar dúfur eða svartþrestir! í limi trjánna byggja brúnir, gulir, hvítir, svartir og rauðir fuglar hreiður sín, og hver syngur með sínu nefi. Og hve margvíslegur er ekki söngur mannfólksins! því að maðurinn er tónlist. Hann semur kóral- verk og leikur á hjarðpípu; hann ber tomtombumbu og læt- ur anda sinn hljóma í bænabás- únum Búddamusteranna. Hann syngur fado, sjewdalinka og blues; í hundruðum landa syngja mæður hundruð vöggu- vísna fyrir börn sín, sem öll njóta sömu móðurástar. Og svo vaxa börnin og verða fullorðin og læra að hata full- orðna í öðrum löndum; og fyrstu saklausu fórnarlömb stríðsins eru börnin. Mennirnir biðja til guðasinna. Þeir snúa sér í austur, þegar sólin rís; þeir gera fyrir sér krossmark, hið helga tákn, og bera kerti, táknmynd hinnar brennandi sálar þeirra, upp að altarinu; þeir snúa bænahjóli sínu og biðja til hins eilífa lótusblóms; þeir spenna greip- ar og segja „guð-blessi-þessa- máltíð-amen“; þeir slátra garg- andi hönum á leynialtari.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.