Úrval - 01.12.1956, Page 26

Úrval - 01.12.1956, Page 26
24 ÚRVAL íst starfsmaður í þeirri grein líffræði, sem fjallar um huldu- lífverur (microbiology), við landbúnaðardeild háskólans. laun hans voru 1500 dollarar á ári. 1 kjölfar fyrri heimstyrjald- arinnar kom mikil verðbólga, og átti Waksman þá æ örðugra með að láta tekjurnar hrökkva til. Þegar einkafyrirtæki bauð honum 4000 dollara árslaun, tók hann því, þótt honurn væri sárt um að hverfa frá vísindastörf- um við háskólann. Ekki sagði hann þó alveg skilið við skól- ann, því að hann vann þar á- fram einn dag í viku. Um skeið vann hann þannig í þágu iðnað- arins, en þegar háskólinn gat loks boðið honum 3000 dollara árslaun, tók hann því boði og hefur starfað þar æ síðan. Á árunum 1920 til 1930 starf- aði Waksman nær eingöngu að rannsóknum á frjósemi jarð- vegsins. í tilraunaglösum sín- um fylgdist hann ár eftir ár með hinni eilífu styrjöld, sem huldulífverurnar heyja hver við aðra. Rannsóknir hans komu landbúnaðinum að miklu liði. Hann sýndi á margvíslegan hátt hvernig auka mætti frjósemi allskonar jarðvegstegunda, og varð allra manna fróðastur um myldi (humus), sem er hinn lífræni hluti jarðvegsins. Árið 1929 hlaut; hann 1600 dollara verðlaun fyrir „framúrskarandi rannsóknir á köfnunarefni". Waksman var grúskari að eðlisfari, og öll þessi ár var ein spurning sífellt að leita á hann; hvaða, áhrif hafa huldulifver- urnar á jarðveginn og hver á aðra og að lokum á manninn? Hann tók eftir því, að næstum alls staðar þar sem voru góð vaxtarskilyrði fyrir sýkla, geis- aði látlaus styrjöld milli huldu- lífvera. I fingurbjargarfylli af rökum jarðvegi gátu t. d. ver- ið fleiri bakteríur en allt rnann- fólkið á jörðinni. Veirur eru einskonar undir- heimur, svo smáar að þær sjást ekki í smásjám, litlu stærri en þær efniseindir, sem vér nefnum sameindir. Oft gera þessar líf- agnir ,,innrás“ í stærri huldu- lífverur og fjölgar þar geysiört. Lítil frumdýr lifa á ýmsum teg- undum baktería, bókstaflega gleypa þær. Á þessum örsmáa en blóði- drifna vígvelli blasa við augum sigrar og ósigrar sem endurtaka sig í sífellu. Heilar ,,þjóðir“ baktería eru skyndilega afmáð- ar og aðrar koma í þeirra stað. Sumar breytingar má rekja til breytilegs hitastigs eða næring- ar. En oft er það þannig, að efnasamsetning einnar lífveru er annarri banvæn. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst, hrópuðu menn á nýjar aðferðir til að bjarga manns- lífum. Waksman og samstarfs- menn hans hófu leit að slíkum aðferðum, fyrst og fremst í jarðveginum. Tilraunir þeirra voru í því fólgnar, að þeir hrein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.