Úrval - 01.12.1956, Side 34

Úrval - 01.12.1956, Side 34
32 ÚRVAb anlegu efnin, heldur er fram- leiðsluaðferðin þannig, að við meðhöndlunina breytist nokkur hluti hinna óuppleysanlegu efna þannig, að þau verða upp- leysanleg. IJtkoman verður sú, að við vinnslu kaffidufts nýtast um 30% af þyngd hins brennda kaffis. Þessi bætta nýting næg- ir ekki einungis til þess að reka dýrar verksmiðjur til vinnslu á kaffidufti, heldur ætti hún þeg- ar til lengdar lætur að hafa í för með sér lækkun á kaffi, þannig að ódýrara verði að nota kaffiduft en brennt og malað kaffi. Á móti þessum kostum vega svo ýmsir ókostir, og er sá mik- ilvægastur, að kaffi sem lagað er úr kaffidufti, hefur ekki sama ilm og kaffi úr nýmöluðu kaffi. Hjá því verður ekki kom- izt að nokkur hluti af ilmefn- unum rjúki burt eða breytist við vinnslu kaffiduftsins. Kaffiduftsvinnslan fer fram í tveim atrennum: fyrst eru hin uppleysanlegu efni leyst úr því; síðan er kjarnasafinn, sem þannig fæst, þurrkaður og verð- ur þá kaffiduftið eftir. Kjarnakaffið mætti setja á fíöskur og selja þannig, og gætu neytendurnir þá þynnt það út eftir smekk. Þetta er raun- ar gert í nokkrum löndum, en vegna minni fyrirferðar, ódýr- ari umbúða og meira geymslu- þols þykir hentugra að taka vatnið úr og selja kaffið sem duft. Þurrkunin fer fram með að- ferð, sem nefnist úðaþurrkun. Hún er í því fólgin, að kjarna- kaffinu er dælt sem þéttum, fínum úða inn í þurrkarann, þar sem hann mætir heitum loftstraum. Hinir örsmáu drop- ar gufa samstundis upp, en föstu efnin í þeim mynda ör- lítil korn, er falla sem duft til botns i þurrkaranum. Kaffiduftið er undir eins látið í loftþéttar dósir eða glös og' er þá tilbúið til sölu. Kaffiduftið er mjög rakasækið, m. a. vegna þess hve það er snöggþurrkað, og verður því alltaf að geyma það í loftþéttum ílátum. Enda þótt tæknin við kjarna- vinnsluna og þurrkun kaffi- duftsins sé mjög fullkomin, tap- ast eins og áður segir talsvert af ilmefnum bæði við kjarna- vinnsluna og þurrkunina. Miklu fé er varið til að gera tilraunir með aðferð til þess að varðveita ilmefnin, og hefur verið sótt um einkaleyfi á mörgum þeirra. Enn hefur þetta ekki tekizt, en þegar þess er gætt, hve rík áherzla er lögð á þessa tilrauna- starfsemi, mun óhætt að spá því, að þess verði ekki langt að bíða að kaffiduft með öllum ilm- efnum kaffisins komi á mark- aðinn, kaffiduft, sem í dósinni angar eins og nýbrennt og mal- að kaffi, og sem úthrært í sjóð- andi vatni kitlar ilmtaugarnar jafnljúflega og nýmalað kaffið á bláu könnunni hennar mömmu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.