Úrval - 01.12.1956, Side 35

Úrval - 01.12.1956, Side 35
t>að er oft mjótt bilið milli lífs og' danða, þegar börn fseðast fyrir tímann. Fæðing fyrir tímann. Grein úr „Coronet", eftir Katheryn Witherspoon. 13ÖBERT var einnar mínútu gamall þegar honum var ekið gegnum dyrnar, sem letrað var á „Stofa fyrir ófullburða börn“. Þetta var í Flower-Fifth- Avenue sjúkrahúsinu í New York. „Veslings anginn litli,“ sagði Robertson, fæðingarlæknir spít- alans, og hristi höfuðið. „Hann lifir varla meira en fáeinar klukkustundir." „Verið ekki alltof viss um það, læknir.“ Það var ögrun í rödd Carey hjúkrunarkonu þeg- ar hún mælti þessi orð um leið og hún lyfti litla krílinu upp úr hitakassanum. „Er hann ekki sætur? Hann hlýtur að vera minnsta barn, sem hér hefur fæðzt.“ Hún flýtti sér að láta hann í einn Isolette-vermikass- ann, sem ætlaðir eru börnum er vega minna en sex merkur. „Hann er fæddur nærri þrem mánuðum fyrir tímann og svo fullur af slími, að ekki er nein von til þess að hann lifi,“ sagði Robertson. „Móðirin eignaðist annað barn fyrir tímann fyrir tveim árum, og það lifði að- eins í níu klukkustundir." Þau horfðu gegnum gagnsætt plastlokið á barnið þar sem það lá í hlýjum vermikassanum eins og lítill spörfugl, næstum ekkert nema rif, fætur og handleggir. Höfuðlagið var fallegt, hakan framstæð og nefið smágert, en hörundið var skorpið og andlitið sett öldurmannlegum hrukkum. „Hérna eru nafnfestarnar hans,“ sagði læknirinn og rétti Carey tvær perlufestar, aðra bláa og hina hvíta. Venjulega eru þær látnar um úlnlið barns- ins í fæðingarstofunni, en öll ónauðsynleg meðferð gat stofn- að þessu ófullburða lífi í hættu. Carey fór með höndina gegnum loftgatið og lagði festarnar til fóta niður með dýnunni. „Við höfum aldrei fyrr haft svona lítið sveinbarn, og aðeins eitt stúlkubarn," sagði hún. „Minnsti drengurinn okkar var 1050 grömm. Líkurnar til þess að hann lifi eru varla meiri en einn á móti hundrað." Róbert litli lá þarna rólegur, örmagna eftir áreynsluna við fæðinguna. Rifbeinin, sem lyft- ust og hnigu við öndunina, líkt- ust smáum gárum á fíngerðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.