Úrval - 01.12.1956, Page 35
t>að er oft mjótt bilið milli lífs
og' danða, þegar börn fseðast
fyrir tímann.
Fæðing fyrir tímann.
Grein úr „Coronet",
eftir Katheryn Witherspoon.
13ÖBERT var einnar mínútu
gamall þegar honum var
ekið gegnum dyrnar, sem letrað
var á „Stofa fyrir ófullburða
börn“. Þetta var í Flower-Fifth-
Avenue sjúkrahúsinu í New
York.
„Veslings anginn litli,“ sagði
Robertson, fæðingarlæknir spít-
alans, og hristi höfuðið. „Hann
lifir varla meira en fáeinar
klukkustundir."
„Verið ekki alltof viss um
það, læknir.“ Það var ögrun í
rödd Carey hjúkrunarkonu þeg-
ar hún mælti þessi orð um leið
og hún lyfti litla krílinu upp úr
hitakassanum. „Er hann ekki
sætur? Hann hlýtur að vera
minnsta barn, sem hér hefur
fæðzt.“ Hún flýtti sér að láta
hann í einn Isolette-vermikass-
ann, sem ætlaðir eru börnum er
vega minna en sex merkur.
„Hann er fæddur nærri þrem
mánuðum fyrir tímann og svo
fullur af slími, að ekki er nein
von til þess að hann lifi,“ sagði
Robertson. „Móðirin eignaðist
annað barn fyrir tímann fyrir
tveim árum, og það lifði að-
eins í níu klukkustundir."
Þau horfðu gegnum gagnsætt
plastlokið á barnið þar sem það
lá í hlýjum vermikassanum eins
og lítill spörfugl, næstum ekkert
nema rif, fætur og handleggir.
Höfuðlagið var fallegt, hakan
framstæð og nefið smágert, en
hörundið var skorpið og andlitið
sett öldurmannlegum hrukkum.
„Hérna eru nafnfestarnar
hans,“ sagði læknirinn og rétti
Carey tvær perlufestar, aðra
bláa og hina hvíta. Venjulega
eru þær látnar um úlnlið barns-
ins í fæðingarstofunni, en öll
ónauðsynleg meðferð gat stofn-
að þessu ófullburða lífi í hættu.
Carey fór með höndina gegnum
loftgatið og lagði festarnar til
fóta niður með dýnunni.
„Við höfum aldrei fyrr haft
svona lítið sveinbarn, og aðeins
eitt stúlkubarn," sagði hún.
„Minnsti drengurinn okkar var
1050 grömm. Líkurnar til þess
að hann lifi eru varla meiri en
einn á móti hundrað."
Róbert litli lá þarna rólegur,
örmagna eftir áreynsluna við
fæðinguna. Rifbeinin, sem lyft-
ust og hnigu við öndunina, líkt-
ust smáum gárum á fíngerðum