Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
Hverjar líkur eru þá til þess
að við finnum lykilinn að hinni
margbrotnu læsingu?
Dr. Björksten álítur, að lík-
urnar til þess að við finnum
þann gerhvata, eða hvað það nú
er, sem gæti lyft okkur yfir hina
tímabundnu tilveru okkar, séu
álíka miklar og líkurnar fyrir
uppgötvun penisillíns voru fyrir
fimmtíu árum.
Þessi dulræði spádómur gæti
eins verið véfrétt frá Delfi, en
við skulum, fyrir hönd dr.
Björkstens, vera bjartsýn og
gera ráð fyrir, að efnafræðing-
um og líffræðingum takist með
samvinnu að finna þá kemísku
töfrakúlu, sem rati sjálfkrafa
rétta leið og brjóti niður þau
þvertengsl í frumum líkamans,
sem valda ellinni, og veiti okkur
þannig æsku og lífsþrótt á ný.
Ekki væri þó allur vandi þar
með leystur. Hvernig ætti að
afla fæðu handa öllum þeim
manngrua sem fylla mun jörð-
ina eftir að dauðinn hefur misst
brodd sinn og fær ekki skamt
sinn nema fyrir slys eða þá fáu
sjúkdóma, sem enn ásækja sí-
ungt mannkynið ? Og hvar verð.
ur að lokum rúm fyrir okkur
öll á jörðinni?
Það er kannski ofsnemmt að
gera sér áhyggjur út af þessu.
Fyrirætlunin um að lyfta af
herðum mannanna byrði ellinn-
ar er enn í reifum. Verði hún
einhverntíma að veruleika,
munu vísindin án efa hafa tekið
slíkum framförum, að sá vandi
verði leystur. Eru ekki þegar
uppi ráðagerðir um landnám á
öðrum hnöttum?
EINKAMÁL.
Eftir að Ihadsflokkurinn í Ástralíu hafði sigrað í kosningunum
1939, var Robert Gordon Menzies falin stjórnarmyndun. Menzies
átti fund með blaðamönnum eftir að honum hafði verið falin
stjórnarmyndunin. Orðhvatur blaðamaður spurði þá: ,,35g geri
ráð fyrri því, að þér verðið að taka tillit til þeirra voldugu aðila,
sem í rauninni hafa öll ráð yðar í hendi sér?“
„Ungi maður,“ sagði Menzies, ég ætla að biðja yður að blanda
ekki konunni minni í þessi mál.“
— Time.
★
,,Hvað get ég gert til þess að fá mjúkar, fallegar hendur?“
„Ekkert, frú, og helzt allan daginn." - Husmor.
★
Leigubílstjóri: „Hvert á ég að aka yður, ungfrú?“
Ungfrúin: „Á fæðingardeildina — en þér þurfið ekki að flýta
yður, ég vinn þar bara.“
Reveille