Úrval - 01.12.1956, Qupperneq 60

Úrval - 01.12.1956, Qupperneq 60
58 ÚRVAL sögur. Ég hef beðið yður að segja mér frá þessu, ef það mætti verða til þess að bæta líðan yðar.“ Sjúklingurinn sat þögull í nokkrar mínútur. Svo andvarp- aði hann, kinkaði kolli og sagði: „Jú, það getur verið að mér líði betur — að sumu leyti. Við vorum búin að vera gift í þrjú ár. Það er ekki ofsagt, að við vorum hamingjusöm. Ég hugs- aði aldrei um aðra konu en hana, og ég held að hún hafi ekki hugsað um annan karlmann en mig fyrst framan af. Jú. við vorum hamingjusöm. En í fyrra varð ég að vera að heirnan í langan tíma. Þá kynntist hún manni, sem ég þekkti ekkþ og varð ástfangin af honum. Álít- ið þér að henni hafi verið það sjálfrátt? Álítið þér rétt að áfellast hana?“ Prófessorinn svaraði dræmt: „Það er auðvitað ekki hægt að áfellast hana fyrir tilfinningar hennar. Þær kvikna af sjálfs- dáðum. Hitt er svo annað mál, hvernig tekst að hemja þær.“ Sjúklingurinn kinkaði kolli og hélt áfram: „Bg er á sömu skoðun. En henni tókst ekki að hemja til- finningar sínar. En takið nú eftir! Það má færa henni margt til málsbóta. Hann er þekktur maður, það mætti kalla hann frægan samanborið við mig. Auk þess er hann grannvaxinn. Ég hef ekki miklu af að státa í því efni, eins og þér sjáið sjálfur. Hann gerði líka allt sem hann gat til þess að ná henni á vald sitt og beitti öll- um brögðum. Ég býst við að hann sé eins snjall í því sem öðru. Það var víst aldrei nein ást af hans hálfu. Hann gaf henni það til kynna — seinna. En hún er falleg, mjög falleg. Hún var falleg, á ég við. Langar yður að sjá mynd af henni?“ Prófessorinn bandaði frá sér, en ungi maðurinn hafði þegar tekið myndina upp úr vasa sín- urn og hann rétti prófessornum hana. Prófessorinn leit á mynd- ina bg sleppti henni ekki aftur. Sjúklingurinn þagði í nokkrar mínútur, en hélt síðan áfram: „Hún er falleg — ekki satt? Það er engin furða, þó að hann yrði hrifinn af henni. En hvers vegna lét hann hana ekki í friði? Hann hafði svo margar aðrar í takinu. Ég, aftur á móti — já, þér kannist við söguna um lamb fátæka mannsins. Það er sagan mín.“ Hann sperrti augabrúnirnar; þær urðu eins og hæðnisleg til- vitnunarmerki við þjáningar- svipinn á andlitinu. Hann hróp- aði: „Hvers vegna bjóðið þér mér ekki glas af vatni, herra lækn- ir? Sem læknir, mannþekkjari og mannvinur hljótið þér að sjá, að ég er í uppnámi. Hafið þér komizt svona við af frásögn minni? Hlustið þá á framhald- ið! Ég þarf ekki að taka það fram, að maðurinn, sem ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.