Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 104

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL Að lokum rann skilnaðar- stundin upp. Yuan sagði stúlk- unni að hann yrði að halda til höfuðborgarinnar. Inging varð ekkert undrandi, en sagði ró- lega: ,,Þú verður að fara, ef það er nauðsynlegt. En höfuð- borgin er ekki nema nokkrar dagleiðir héðan. Þú kemur aft- ur næsta sumar. Ég treysti því að þú komir.“ Kvöldið fyrir brottförina bjóst hann við að Inging mundi koma eins og endranær, en af einhverjum ástæðum kom hún ekki. Hann kom um sumarið í stutta heimsókn. Það var orðið áliðið og haustprófin stóðu fyr- ir dyrum. Ekki varð þess vart að móðurinni væri kunnugt um ástir þeirra. Hún var vingjarn- leg eins og venjulega og bauð honum að gista hjá sér. Ef til vill hefur henni dottið í hug að hún gæti gift honum dóttur sína. Yuan þótti vænt um að geta verið samvistum við Inging á daginn. Þau lifðu unaðslega viku saman. Hún var hætt að vera feimin við hann og stund- um horfði hann á hana þegar hún var að leika sér við bróð- ur sinn. Hún bjó til báta úr sefi og lét þá sigla á læknum í garðinum. Ástin, sem þau báru hvort til annars, gerði hann ákaflega hamingjusaman. Yang tók fljótt eftir breyting. unni, sem orðin var á vini hans. Þegar Yang kom í heimsókn á heimili ekkjunnar, sá hann strax hvers kyns var, án þess að honum væri sagt það. ,,Hvað er hér á seiði?“ spurði Yang, og Yuan brosti. Ekkjan skildi líka, hvernig í öllu lá. Daginn áður en Yuan fór, spurði hún Inging um unga manninn, og dóttirin svaraði hikandi: ,,Hann kemur aftur. Hann verð- ur að fara til þess að taka prófið.“ Um kvöldið fengu þau tæki- færi til að vera saman í einrúmi. Yuan var hryggur og vesælda- legur og stundi þungan, en Ing- ing bar fullt traust til hans. Henni var ekki fisjað saman. Hún, sem hafði titrað í faðmi hans, var róleg og örugg þegar á hólminn kom. Hún var ekki með óþarfamælgi. Hún sagði stillilega: ,,Láttu ekki eins og við séum að kveðjast fyrir fullt og allt. Ég bíð eftir þér.“ Móðirin bauð Yu.an að borða miðdegisverð að skilnaði, og þegar máltíðinni var lokið, bað hann Inging að leika á hljóð- færið fyrir sig. Hann hafði einu sinni komið að Inging, þegar hún var að leika á chin, en jafnskjótt og hún varð hans vör, hætti hún, og neitaði að byrja aftur. En þetta kvöld féllst hún á að leika fyrir hann. Hún settist við hljóðfærið og' lék forleikinn að Skýjaslæðu- dansinum. Yuan sat eins og í leiðslu, frá sér numinn af yndis- leika stúlkunnar og fegurð lags- ins. Allt í einu missti hún stjórp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.