Úrval - 01.12.1956, Side 105
ÁSTRlÐA
103
á sér, hætti að leika og þaut út
úr stofunni. Móðirin kallaði á
hana, en hún kom ekki inn
aftur.
Elskendurnir hittust aðeins
einu sinni eftir þetta. Yuan féll
á prófinu. Ef til vill blygðaðist
hann sín fyrir að koma og biðja
um hönd hennar, en hún beið
hans og það var ekkert sem
þurfti að hindra för hans til
hennar. I fyrstu skrifaði hann
henni, en svo urðu bréfin
strjálli. Höfuðborgin var ekki
nema fáeinar dagleiðir í burtu,
en Inging hafði alltaf einhverja
ástæðu á reiðum höndum til að
skýra f jarveru hans og hún varð
aldrei vonlaus um að hann
kæmi.
Yang var nú farinn að venja
komur sínar til Inging og móð-
ur hennar. Móðirin talaði við
Yang um Yuan, því að hann
var eldri og auk þess giftur,
og hún sýndi honum bréf Yu-
ans. Yang var ljóst að ekki
var allt sem skyldi. Hann gerði
ráð fyrir að Yuan hefði leiðzt
á glapstigu í höfuðborginni,
því að það voru margar
freistingar í Sian. Hann skrifaði
Yuan bréf, en svarið sem hann
fékk jók einungis áhyggjur
hans. Stúlkan reyndi að gera
sem bezt úr öllu og fullvissaði
móður sína um, að Yuan myndi
ætla að hafa hægt um sig, þar
til hann hefði lokið prófinu um
haustið. Þá mundi hann áreið-
anlega koma.
Það var komið vor og sum-
arið í nánd. Dag nokkurn fékk
Inging kvæði frá Yuan. Hann
talaði um hina liðnu hamingju-
daga þeirra og hve mjög hann
þráði hana, en það mátti lesa
allt annað milli línanna. Þetta
var kveðjuljóð hans. Hann sendi
henni gjafir og talaði um hve
hinn langi skilnaður væri hon-
um mikil kvöl, líkti lífi þeirra
við örlög hirðingjans og spuna-
stúlkunnar á himnum, sem var
aðeins leyft að hittast á Vetr-
arbrautinni einu sinni á ári.
„En hver veit hvað kann að
koma fyrir handan við Vetrar-
brautina." skrifaði hann, „Fram-
tíð mín er jafn óráðinogframtíð
skýjanna, og hvemig get ég
verið viss um að þú verðir hrein
eins og mjöll. Þegar plómu-
blómið springur út á vorin, hver
getur þá hindrað að aðdáendur
slíti af því fögru krónublöðin?
Ég er hamingjusamur yfir því
að ég skyldi vera fyrsti mað-
urinn sem fékk að njóta þín,
en hver verður svo heppinn að
hljóta hnossið? Ó, við höfum
orðið að bíða í eitt ár, og hve
lengi verður ekki næsta ár að
líða! Væri ekki betra að skilja
fyrir fullt og allt, heldur en að
verða að þola þessa endalausu
bið?“
Aðdróttunin, sem fólst í kvæð-
inu, var fjarstæða — hún var
hrein og bein móðgun við stúlk-
un. Þegar Yang sá Inging með
bréfið í hendinni, voru augu
hennar grátbólgin. Yuan var
annaðhvort orðinn brjálaður eða