Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 5
JÓN STEFFENSEN, prófessor:
Hungursóttir á íslandi, III
(Lokagrein)
Fyrsti hluti þessarar greinar birtist í 1. tbl. 24. árg\, jan. 1971, og annar hluti
í 2. tbl. 24. árg., júní 1971. Einnig er greinin öll útgefin í sérprenti.
6. Bráðdauði eða bráðkvedda.
Þess var getið í lok 4. kafla, að
bráðdauða væri iðulega getið í
sambandi við hungurfelli, og skyr-
bjúgssjúklingar yrðu oft bráð-
kvaddir. Það er þó engan veginn
ljóst orsakasamband á milli þess-
ara atriða, enda þess naumast að
vænta, þar sem í því að verða bráð-
kvaddur felst ekki annað en, að
dauðann hafi borið brátt að, án
auðsærra orsaka. Bráðdauði er því
fyrir löngu horfinn af dánarmeina-
skrám, þar sem hann veitir mjög
takmarkaðar heimildir um raun-
verulega dánarorsök. Það er þess
vegna erfitt að gera sér nákvæma
grein fyrir því, hve margir munu
látast með þeim hætti nú á tímum.
Af þeim, sem nú verða bráðkvadd-
ir, munu langflestir verða það
vegna hjartakölkunar (mb. cor-
onarius cordis, nr. 420 á alþjóða
dánarmeinaskrá), og sem nú er
tíðasta dánarorsökin hér á landi.
Árið 1968 létust 305 úr henni eða
sem samsvarar 1,5%0 íbúanna.
Þegar þessa er gætt, þá þykir mér
ólíklegt, að fjöldi bráðkvaddra sé
nú meiri en sem svarar 0,15%o af
þjóðinni. Manni blöskrar þess
vegna við lestur manntalstöflu
Hannesar Finnssonar fyrir árið
1784, að þá eru 17 menn taldir
hafa orðið bráðkvaddir í Stranda-
sýslu, sem svarar til þess, að fleiri
en 17%0 íbúa hennar hafi látizt
með þeim hætti. Og í annálum er
víða sagt frá hlutfallslega enn
meiru mannfalli af bráðdauða í
einstökum sveitum. Þannig getur
Seyluannaáll þess, að 1644 hafi 9
menn orðið bráðkvaddir í Grímsey,
sem mun mega áætla um 90%o
eyjarskeggja.
Þegar þess er getið í annálum,
að roskinn maður hafi orðið bráð-
kvaddur, þá er líklegast, að um
hjartaslag sé að ræða, með líku
orsakasambandi og nú gerist.
Heilablóðfall kemur einnig til
greina, þó að oftast beri þann
dauðdaga ekki jafn brátt að og
hjartaslag. Ef aftur er sagt, að
margir hafi orðið bráðkvaddir á
skömmum tíma á takmörkuðu
svæði og það oft ungt fólk, verður
hjartakölkun ólíkleg dánarorsök.
Þá verður manni frekar hugsað til
einhvers almenns ástands, sem
hafi undirlagt héraðið s. s. van-
eldis eða matvælaeitrunar. En
þegar heimildir geta þess eins, að
svo og svo margir hafi orðið bráð-
dauðir á árinu, þá verður lítið ráð-
ið í orsakirnar, sérstaklega þegar
svo er að sjá, sem annálahöfundar
leggi misjafnan skilning í hugtak-
ið bráðdauði. Þannig segir t. d. í
Mælifellsannál: 1702. ,,í Grunna-
vík á Vestfjörðum urðu 5 mann-
eskjur bráðkvaddar, ein af þeim
hljóp nakin, rænulaus, út í fjúk og
fannst ekki aftur“ (1).
Sveinn Pálsson hefur þessa lýs-
ingu á bráðdauða: „Bráðdauði