Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 6
6
LÆKNANEMINN
(mors repentina, hastig Död)
heyrist svo oft nefndur á einstaka
stöðum þessa lands, einkum í há-
karla verum, sem væri hann þar
innlend veiki (morb. endemicus),
en meðan mig vantar alla nauð-
synlega vissu um eðli hans, get ég
til vera muni annað tveggja slag
eður aungvit er dregur þessa til
bana, er bráðkvaddir nefnast.
Oft skeður í þungum sóttum og
jafnvel að menn á ferli — annað-
hvert af sérligre áreynslu eður
íbúandi brjóstveiki, og mörgum
fleiri kvillum — verða bráðdauðir,
en hér talast ekki um það, heldur
þá þeir er ekki sá á áður og enger
vissu sérliga orsök til, verða bráð-
kvaddir" (21, p. 90).
Þetta er líkur skilningur og nú
er lagður í að verða bráðkvaddur,
en áður hefur Sveinn komið fram
með annað álit, þar sem segir:
„Bráðdauði, bráðasótt (mors rep-
entina) er á ýmsum stöðum lands-
ins, svo sem í Isafjarðar- og
Strandasýslum, á Vatnsleysu-
strönd og Suðurnesjum á Skaga,
Langanesi og Fljótum svo að segja
innlendur sjúkleiki (morb. endemi-
cus), þó eru að því áraskipti, sem
sjá má af annálunum“ (19, p. 201).
Hér er bráðasótt látin jafngilda
bráðdauða, en það kemur í bága
við Vápnfirðingasögu, sem segir,
að Þorkell Geitisson ,,var lítt heill
jafnan og tók opt bráða sótt“ (3,
p. 57). En sama álit og Sveins_ á
bráðasótt kemur fram hjá höf-
undi Hestsannáls, þegar hann seg-
ir: 1681. „Menn urðu víða bráð-
dauðir, sumir lágu 2 daga, sumir
3 og dóu flestir sem sýktust“(l).
Hér gæti verið um matareitrun að
ræða, en einnig um bráða farsótt,
því í Eyrarannál segir, að árið
1681 „gekk mikil sótt og mann-
skæð“ (1). I Gottskálksannál jafn-
gildir bráðasótt auðsjáanlega
bráðdauða, þar sem segir við árið
1398: „Dóu 5 menn á Broddanesi
af hvaláti með bráðasótt" (13).
Og sama eðlis mun frásögn Flat-
eyjarannáls árið 1386: „dó margt
fólk af hval í Skagafirði" (13).
Þetta eru elztu heimildir annála
um bráðasótt, og lúta þær sýnilega
að matareitrun eins og eftirfar-
andi frásögn Fitjaannáls 1692:
,,Á bæ þeim, sem heitir Gröf á
Héraði austur í Eiðaþinghá, voru
5 menn til heimilis, sem var ekkja
með börnum sínum, öllum vöxnum.
Þessir menn fundust allir dauðir og
hjá þeim silungur soðinn á diski“
(1).
Orðið bráðdauði er fyrst notað
í annálum við árið 1402 (sennilega
réttara 1401). Þá segir Vatns-
fjarðarannáll hinn elzti: „urðu
menn víða bráðdauðir“ (1). Hér
verður ekkert ráðið í, hvers eðlis
hann hafi verið, nema hvað ekki
mun vera átt við svarta dauða,
því hans getur sami annáll 1402
með þessum orðum: „gekk sú
mikla plága“ (1). Eftir þetta geta
annálar ekki aftur bráðdauða fyrr
en í kjölfar hins mikla mannfellis
1602—1604 (sjá kafla 5), er Gísli
biskup Oddsson skýrir all ítarlega
frá bráðdauða í annálabroti sínu.
Þar kemur ágætlega fram í góð-
um samtíma heimildum, með hve
margvíslegu móti þann dauðdaga
getur borðið að höndum, og tek ég
því þá frásögn alla: „Sama ár
(1605) í febrúarmánuði ritar séra
Snæbjörn (Torfason, prestur í
Kirkjubólsþingum um 1590—1616
og prófastur í N-ísafjarðar- og
Strandasýslum), að þenna vetur
hafi margir menn dáið bráðum
dauða, (subitanea morte), eða af
einhvers konar pestsótt í Trékyll-
isvík og nokkrir bæir hafi með öllu
lagzt í eyði. Sjúkdómurinn byrjaði
með sleni og magnleysi, sem fyrst