Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 6

Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 6
6 LÆKNANEMINN (mors repentina, hastig Död) heyrist svo oft nefndur á einstaka stöðum þessa lands, einkum í há- karla verum, sem væri hann þar innlend veiki (morb. endemicus), en meðan mig vantar alla nauð- synlega vissu um eðli hans, get ég til vera muni annað tveggja slag eður aungvit er dregur þessa til bana, er bráðkvaddir nefnast. Oft skeður í þungum sóttum og jafnvel að menn á ferli — annað- hvert af sérligre áreynslu eður íbúandi brjóstveiki, og mörgum fleiri kvillum — verða bráðdauðir, en hér talast ekki um það, heldur þá þeir er ekki sá á áður og enger vissu sérliga orsök til, verða bráð- kvaddir" (21, p. 90). Þetta er líkur skilningur og nú er lagður í að verða bráðkvaddur, en áður hefur Sveinn komið fram með annað álit, þar sem segir: „Bráðdauði, bráðasótt (mors rep- entina) er á ýmsum stöðum lands- ins, svo sem í Isafjarðar- og Strandasýslum, á Vatnsleysu- strönd og Suðurnesjum á Skaga, Langanesi og Fljótum svo að segja innlendur sjúkleiki (morb. endemi- cus), þó eru að því áraskipti, sem sjá má af annálunum“ (19, p. 201). Hér er bráðasótt látin jafngilda bráðdauða, en það kemur í bága við Vápnfirðingasögu, sem segir, að Þorkell Geitisson ,,var lítt heill jafnan og tók opt bráða sótt“ (3, p. 57). En sama álit og Sveins_ á bráðasótt kemur fram hjá höf- undi Hestsannáls, þegar hann seg- ir: 1681. „Menn urðu víða bráð- dauðir, sumir lágu 2 daga, sumir 3 og dóu flestir sem sýktust“(l). Hér gæti verið um matareitrun að ræða, en einnig um bráða farsótt, því í Eyrarannál segir, að árið 1681 „gekk mikil sótt og mann- skæð“ (1). I Gottskálksannál jafn- gildir bráðasótt auðsjáanlega bráðdauða, þar sem segir við árið 1398: „Dóu 5 menn á Broddanesi af hvaláti með bráðasótt" (13). Og sama eðlis mun frásögn Flat- eyjarannáls árið 1386: „dó margt fólk af hval í Skagafirði" (13). Þetta eru elztu heimildir annála um bráðasótt, og lúta þær sýnilega að matareitrun eins og eftirfar- andi frásögn Fitjaannáls 1692: ,,Á bæ þeim, sem heitir Gröf á Héraði austur í Eiðaþinghá, voru 5 menn til heimilis, sem var ekkja með börnum sínum, öllum vöxnum. Þessir menn fundust allir dauðir og hjá þeim silungur soðinn á diski“ (1). Orðið bráðdauði er fyrst notað í annálum við árið 1402 (sennilega réttara 1401). Þá segir Vatns- fjarðarannáll hinn elzti: „urðu menn víða bráðdauðir“ (1). Hér verður ekkert ráðið í, hvers eðlis hann hafi verið, nema hvað ekki mun vera átt við svarta dauða, því hans getur sami annáll 1402 með þessum orðum: „gekk sú mikla plága“ (1). Eftir þetta geta annálar ekki aftur bráðdauða fyrr en í kjölfar hins mikla mannfellis 1602—1604 (sjá kafla 5), er Gísli biskup Oddsson skýrir all ítarlega frá bráðdauða í annálabroti sínu. Þar kemur ágætlega fram í góð- um samtíma heimildum, með hve margvíslegu móti þann dauðdaga getur borðið að höndum, og tek ég því þá frásögn alla: „Sama ár (1605) í febrúarmánuði ritar séra Snæbjörn (Torfason, prestur í Kirkjubólsþingum um 1590—1616 og prófastur í N-ísafjarðar- og Strandasýslum), að þenna vetur hafi margir menn dáið bráðum dauða, (subitanea morte), eða af einhvers konar pestsótt í Trékyll- isvík og nokkrir bæir hafi með öllu lagzt í eyði. Sjúkdómurinn byrjaði með sleni og magnleysi, sem fyrst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.