Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 8
8
LÆKNANEMINN
(17, p. 494). Tveir annálar geta
um óhollustu hákarls. Þannig seg-
ir í Ketilstaðaannál árið 1783: „I
Fljótum fyrir norðan góður há-
karlsafli, af hverra áti, að menn
héldu, að margir urðu þar bráð-
kvaddir" (1). Og sama ár í Espi-
hólsannál: „Hákarlsafli góður í
Fljótum, af hverjum hákarli og
hans óhóflega áti (nær nýjum,
bætt við í Lbs. 1249, 4:0.) mein-
ast þó orsakast hafa, að fólk varð
bráðkvatt“ (1).
Sú eina af ofangreindum til-
vitnunum, sem lýsir nánar veik-
indunum, sem hljótast af neyzlu
nýs hákarls, segir þau geta verið
með tvennu móti, ýmist blæðingar,
sem leiða til bana á skömmum
tíma, eða þá lopi um allan líkam-
ann. Og virðist hér um annars
konar veiki að ræða en þá í Tré-
kyllisvík, sem séra Snæbjörn lýsti.
Nú eru blæðingar tíðar dánaror-
sakir skyrbjúgssjúklinga og lopi
algengt einkenni hungursjúkra,
svo skyrbjúgur og hungur mættu
vera sjúkdómsvaldarnir, en ekki
neyzla nýs hákarls. Blæðinga,
annarra en þeirra, sem gera má ráð
fyrir, að fylgt hafi blóðsótt, er
ekki getið í annálum, en Hannes
Finnsson getur í manntalstöflum
sínum við tvö ár blæðinga meðal
dánarorsaka. Árið 1791 eru taldir
„4 dauðir af blóðuppgangi í nyrðri
Múlasýslu, 1 af nasablóði í vestra
parti ísafjarðarsýslu" (69, XIII.,
p. 324), og 1792 ,,1 af nefdreyra"
(69, XIII., p. 327), ekki getið í
hvaða sýslu. Bæði í N-Múla- og
V-ísafjarðarsýslum deyja fleiri en
fæðast 1791, og það ár verða 11
bráðkvaddir í ísafjarðarsýslum,
en ekki getið um neinn bráðdauð-
an í N-Múlasýslu.
Það fer ekki fram hjá neinum
við lestur íslenzkra annála, að
samband er á milli hallæra og
bráðdauða, og að hans er lang
oftast getið í verstöðvum. Sigur-
jón Jónsson (15) rannsakaði sér-
staklega frásagnir annála af bráð-
dauða, með tilliti til hallæra. I
sömu annálum taldi hann saman
fjölda bráðdauðra á fjögra ára
harðæristímabilinu 1699—1702,
sem voru 95, og svo aftur á jafn
löngu árabili, 1709—1712, þegar
árferði var hagstætt, þá urðu að-
eins 9 bráðkvaddir. Ennfremur
bendir hann á athuganir Hannes-
ar Finnssonar (8, p. 225) á dán-
arlistum úr Hólastifti, sem sýna,
að 16 árin, 1768—1783, verða þar
25 menn bráðkvaddir, en í þremur
hallærunum, 1784—1786, 67 menn.
Og um orsök bráðkveddunnar er
Sigurjón ekki í vafa, „hún er
hungrið, sem hallærin hafa í för
með sér, og hörgulsjúkdómar þeir,
sem eiga til þess rætur að rekja“
(15, p. 161). í fljótu bragði kann
þetta orsakasamband að virðast
einfalt mál, en nánari athugun á
því, sérstaklega á hinni mjög svo
ójöfnu dreifingu bráðdauðans á
einstakar sveitir landsins, leiðir í
ljós, að málið er æði flókið. Þetta
hefur Hannesi Finnssyni verið
ljóst, því þrátt fyrir það, að hann
vitni til bráðdauðans í Hólastifti,
þá segir hann: „En með jöfnu
mataræði, sem fæst á sjálfs heim-
ili, má lifa af litlu. Þar af kemur,
að hvörgi og aldrei deyr fleira fólk
í harðinda tíð, en við sjó, þegar
nýfarið er að fiskast, eftir lang-
varandi fiskileysi, því þá getur
eigi solltinn magi tamið lyst sína
eftir veikum meltingarkröptum.
Það er og aðgæzluvert hvört fleiri,
en siðvanalegt er, deya bráðkvadd-
ir að nýafstöðnum harðærum eður
ekki?“ (8, p. 224—25). Hannes er
líka í vafa um það, að bráðkvadd-
ir séu jafn nákvæmlega tíundaðir
árin fyrir 1784 eins og árin eftir,