Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 9
LÆKNANEMINN
9
því það ár var prestum uppálagt
að færa einnig dánarmein í skýrsl-
ur sínar, og tölur úr hans eigin
biskupsdæmi benda ekki til áber-
andi mismunar á fjölda bráð-
dauða í hallærum og utan þeirra
eins og tafla 4 ber með sér.
I þeirri töflu er gerður saman-
burður á fjölda bráðdauða í hall-
ærunum 1784—1786, þegar mann-
dauðinn komst í 126%0 (1785), og
svo aftur á árunum þar á eftir
(1787—1795), þegar hann var
yfirleitt neðan við 30%o, sem þótti
hagstætt á þeim árum og jafngilti
nokkurri fólksfjölgun.
eða nálega jafnmargir og á árun-
um 1827—1836 (sbr. töflu 1), og
er það mjög áberandi fækkun frá
því í hallærunum.
Þessi leið, er hér hefur verið
farin, að miða við jafnstórt svæði
og biskupsdæmi, af því annarra
kosta var ekki völ, er þóenganveg-
inn ákjósanleg til þess að komast
að fylgni bráðdauða og hallæra.
Það stafar af því, að hallærið er oft
aðeins bundið við einstaka sýslu
eða jafnvel hluta úr sýslu, sem þá
geta verið með meiri manndauða
en svarar viðkomunni, þó að í öllu
biskupsdæminu hafi orðið fólks-
TAFLA 4
Skálholtsstifti Hólastifti
1784—86 1787—95 1784—86 1791—94
Dánir á ári, fjöldi 2790 788 1381 230
Bráðkvaddir á ári, fjöldi 28,7 23,2 22,3 2,5
Bráðkvaddir á ári, % dáinna 1,0 2,9 1,6 1,1
Bráðkvaddir á ári, af 100.000 um 100 um 75 um 200 um 24
Aths. við töfluna. Útreikningarnir eru gerðir eftir upplýsingum í
manntalstöflum rita H. ísl. Llf., bd. 6.—14. ((69 og 80). Við fjölda
bráðdauðra i Skálholtsstifti 1784 er bætt 15 samkv. leiðréttingu í
Vatnsfjarðarannál h. yngsta.
Miðað við f jölda bráðkvaddra af
100.000 íbúum Skálholtsstiftis, þá
er naumast orð á því gerandi, hvað
hann er meiri hungursfellisárin en
eftir þau, og stafar það mest af
því, hvað hann hélzt hár þá, eða um
75 af 100.000. Það er nálega jafn-
tíður bráðdauði og í hallærinu
1803, er hann var 89 af 100,000
íbúum (sbr. töflu 1, kafla 5). I
Hólastifti er fjöldi bráðkvaddra
um 200 af 100,000 árin 1784—86,
eða tvöfalt það, sem var á sama
tíma í Skálholtsstifti. En eðlilegu
árin, 1791—94, verða að jafnaði 24
af 100,000 bráðdauðir í Hólastifti
fjölgun. Þannig er t. d. um Skál-
holtsstifti 1788; en það ár verða
flestir bráðkvaddir þar, jafnframt
verður nokkur mannf jölgun í stift-
inu, þrátt fyrir það, að í 5 af 15
sýslum þess fækki fólkinu. Því
miður er þess ekki getið við mann-
talstöflurnar, í hvaða sýslum menn
urðu bráðkvaddir það ár, en í
Vatnsf jarðarannál h. yngsta segir,
að margir þeirra hafi verið úr ísa-
fjarðarsýslum, og V-Isafjarðar-
sýsla er meðal þeirra sýslna, sem
fólksfækkun varð í á árinu. Það ár
í Skálholtsstifti, sem næst kemst
1788 að fjölda bráðdauðra, er árið