Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 10

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 10
10 LÆKNANEMINN 1784, en þáverðaþar 36bráðkvadd- ir, að meðtöldum þeim 15 úr N- ísafjarðarsýslu, sem Vatnsfjarð- arannáll h. yngsti telur vantalda í manntalstöflunni fyrir árið 1784. Þetta ár látast í öllum sýsl- um stiftisins mikið fleiri en fæð- ast, en hinir bráðkvöddu eru að- eins úr Mýra-, N-lsafjarðar- og Strandasýslum, og verður ekki séð, að þær sýslur gjaldi meira af- hroð en aðrar sýslur stiftisins það árið. I Móðuharðindunum munu flest- ir hafa orðið hungurmorða í Vestur-Skaftafellssýslu, sam- kvæmt skýrslu Jóns prófasts Steingrímssonar létust í Kleifa- hreppi í þeirri sýslu árin 1783—85 37% íbúanna og nær allir úr hungri og hungursjúkdómum (30, p. 48), sem bæði hann og Magnús Stephensen gefa ítarlega lýsingu á, sjá 4. kafla. En þrátt fyrir það, að þeir lýsi einum þeim magnaðasta skyrbjúgsfaraldri, sem sögur fara af á íslandi, þá geta þeir ekki um, að neinn hafi þá orðið bráðkvaddur í Skaftafells- sýslu, og kemur það heim við manntalstöflurnar úr Skálholts- stifti. Það fer naumast hjá því, að Hannes biskup hefur veitt þessu athygli, sem sjálfur var í Skál- holti þessi ár og hafði manna bezta aðstöðu til að fylgiast með afleiðingum Móðuharðindanna. Þess má svo geta, að annálar geta aldrei um, að menn hafi orðið bráðkvaddir í Skaftafellssýslu. Af því, sem hér hefur komið fram um bráðdauða, virðist, sem um beina fylgni hans og hungurs og skyrbjúgs sé ekki að ræða, þar þurfi að auki einhver þáttur, sem sérstaklega er bundinn við ver- stöðvar, að koma til. Það má ætla, að þeir, sem langt eru leiddir af hungri og skyrbjúgi og hafa verið að smá veslast upp, verði yfirleitt ekki taldir hafa orðið bráðkvaddir, jafnvel þó endalokin verði tiltölu- lega snögg, frekar mun sagt um þá, að þeir hafi látizt úr hungri, vesöld, hneppisótt eða öðru því líku. En það eru þeir, sem ekki er farið að sjá neitt teljandi á vegna hungurs, þó þeir séu komnir með skyrbjúg á lágu stigi, og sem enn eiga krafta til að mæta nokkurri áreynslu, en hættir til að of- bjóða þeim og verða bráðkvaddir. Þetta kemur vel heim við hinar mörgu frásagnir annála af því, að menn hafi orðið bráðkvaddir við vinnu og á ferðalagi og þó sérstak- lega fólk á vergangi. I hallærum, sem orsakast af peningafelli, missa landbúnaðarhéruð bæði fæðu og aðal C-vítamín gjafa íbúanna, sem er mjólkin, en þeir, sem í sjávarplássum búa, missa aðeins C-vítamín gjafann, hafi vertíð verið bjargleg. Þetta gæti verið hugsanleg skýring á því, að flestir yrðu bráðdauðir í sjávar- plássum, ásamt þeirri, er Hannes biskup kom með, að of mikið væri lagt á langsoltinn maga, þegar loksins væri komizt í mat. Það gæti sérstaklega átt við um þá, sem flosnuðu upp úr sveitunum og leituðu til verstöðvanna. En eru þá taldar allar orsakir bráðdauðans ? Við lestur skrárinn- ar um hungursóttir aftast í kafla 7, þar sem jafnframt eru taldir allir faraldrar af bráðdauða, en ekki einstakir rosknir menn, er urðu bráðkvaddir og ætla má af sömu orsökum og nú, þá sést, að mikill munur er á tíðleika faraldr- anna eftir verstöðvum. Vestfirðir koma þar lang oftast við sögu, en Vestmannaeyjar aldrei, og ver- stöðvar fyrir suðurströnd landsins mjög sjaldan. Þó tekið sé tillit til þess, að Suðurland er afskipt, með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.