Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN
15
fram, að 1814 hafi 33 horfallið
(50, 2. deild, p. 57). Þegar 33 eru
sagðir fallnir úr hor, þá er lágt í
lagt, að tvöfaldur sá fjöldi hafi
látizt úr öðrum hungursóttum
(sbr. töflu 1), svo 1814 hafa um
100 menn dáið úr vaneldi og ef-
laust fleiri hin árin. Ég mundi
telja þau öll örugglega mannfellis-
ár af vaneldi.
Um árið 1814 segir í Árbókum
Espólíns: „Var sótthætt mjög og
kvefsamt allan vetrinn, og allt
það ár dóu fleiri en fæddust, og
drukknuðu af þeim 48, en nokkrir
dóu í harðrétti“ (XII, p. 70). Sama
heimild segir um árið 1817:
„Margir menn urðu úti um vetur-
inn“ (XII. p. 92). Af fólksfjölda-
skýrslum þeim, er Magnús Stephen-
sen tók saman, sést, að 1817 urðu
16 menn úti og 14 létust af bjarg-
arskorti (54, I., p. 118). Nú var
Espólín kunnugt um þær tölur,
sem hér hefur verið greint frá fyr-
ir árin 1814 og 1817, svo að í of-
angreindum ummælum hans kem-
ur fram mat hans á þeim. Hann
telur það sem sé ,,margt“, að 16
menn verði úti, en ekki umtals-
vert þó 14 látist af hungri, og 33
horfallna kallar hann ,,nokkra“
menn. Ég held, að Espólín hafi
ekki verið einn um þetta mat, held-
ur hafi vel flestir annálahöfundar
bæði fyrr og síðar verið sama sinn-
is. Það voru þeir snauðu og um-
komulausu, og sem margir hverjir
lifðu á vergangi, sem aðallega urðu
vaneldinu að bráð. Og margur hef-
ur eflaust hugsað sem svo, að
bættur væri skaðinn, þótt þessum
flökkulýð fækkaði eitthvað. Það
var ekki fyrr en hallærið var orð-
ið það alvarlegt, að vinnandi fólk
og kotbændur voru teknir að hor-
TAFLA 5
Mannfall af vaneldi Fjöldi sóttarára, er ætla má, að stafi af vaneldi.
fjöldi ára Hettus. Hneppis. Lífsýki Bráðd. Sóttir
12. öld örugglega 2 1
13. öld örugglega 4 2
liklega 2 1 1
örugglega 6
14. öld líklega 3 1
óvíst 2
15. öld líklega 1 1 1
óvíst 1
16. öld örugglega 4 1
líklega 1 1
örugglega 20 2 13 5 5
17. öld líklega 9 1 2 4
óvíst 1 5 3
örugglega 19 3 3 15 11
18. öld líklega 10 2 1 5 1
óvíst 1 4 1
Athugasemdir við töflu 5. Örugglega, líklega og óvist á við mannfelli af van-
eldi, en aðrar sóttir í sömu línu merkja að þær hafi gengið á öruggu, líklegu að
óvissu mannfellisári af vaneldi.