Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN
II
eldi en úr öðrum kvillum, þá má
telja það víst, að á hverju ári, sem
talið er líklegt mannfellisár af
vaneldi í töflu 5, hafi tugir manna
farizt af sulti og vesöld. Ennfrem-
ur mun það vafalaust, að alla 17.
og 18. öld hefur ekki svo ár liðið,
að ekki félli maður af harðrétti,
og hélzt það ástand raunar fyrsta
fimmtung 19. aldar. Það má ráða
af þeim útdrætti úr prestatöflum,
sem árlega birtist í Klaustur-
póstinum. Þar er á hverju áranna
1817—1821 getið um, að tveir eða
fleiri hafi látizt af sulti, alls 26 á
þessum 5 árum, og að auki dóu á
sama tíma 33 úr skyrbjúgi. En af
14 fyrstu árum 19. aldar voru 6
mannfellisár af vaneldi eins og
þegar hefur komið fram. Eftir
1821 er mannfellir af sulti yfir-
leitt horfinn úr prestatöflum og
heilbrigðisskýrslum, þó enn sé þar
getið stöku mannsláta úr skyr-
bjúgi.
Skrá um hungursóttir á ís-
landi fyrir 1800
* = mannfall úr vaneldi, (*)=senni-
lega mannfall úr vaneldi.
* 975. Óöld í heiðni. IV, V, VII,
VIII, Skb. p. 189.
#1056. Óöld í kristni. VII, VIII,
Skb. p. 189.
#1118. Hallæri mikið, er Gissur
biskup andaðist. Kristni
saga (4, I, p. 30), Skb.,
p. 193.
#1192. Manndauðr mikill. .. af
sótt og sulti. III. Sóttar
vetur IV, V, VIII, sótt
IX.
#1203. Hallæri.. . fyrir þrot
bóndans hnigu fátækir
menn niður af sulti svo
að hundruðum skipti í
einum samt norðanlands
fjórðungi. Guðmundar
biskups saga (4, II., p.
56).
1226. Eldsuppkoma fyrir
Reykjanesi I, III, IV, V,
VII, VIII. Guðmundar
bisJc. saga h. elzta (Jf, I.,
546). Sandfallvetur X.
Rotusumar hið mikla, IV,
Guðm. b. s. h. elzta (4,1,
5)6). Vætusumar, V.
#1227. Sandvetur, I. VU, VIII.
Sandvetur hinn mikli og
fjárfellir. Guðm. b. s. h.
elzta (4, I., 548). Mann-
dauði mikill. IV. Mikill
manndauði af sótt og
sulti 1228. Guðm. b. s. h.
elzta (4, I, 548). Vafa-
laust er gosið og sandur-
inn samtímis (1226), en
manndauðinn árið eftir,
1227.
(#) 1231. Hettusótt. I, III, IV, V,
VII, VIII. Eins og sést af
2. kafla, þá hefst hettu-
sóttin við mjög líkar að-
stæður og manndauðinn
af sótt og sulti 1227,
nema hvað ekki er getið
um manndauða af sulti
1231.
1279. Hafís umkringdi landið:
,,af því féll fjöldi manna
og útigöngupenings“. G.
O. Eina heimildin fyrir
þessu er Grænlandskron-
ika Lyskanders, sem er
marklítil. En hugsazt
gæti, að átt sé við árið
1275. Þá segir í VIII:
„kringdi hafís nær um
allt fsland og þá fylgdi
sauðfellir á sumum stöð-
um.“
1283. Þá fór mikil sótt yfir ís-
land, IX.