Læknaneminn - 01.03.1972, Page 21
LÆKNANEMINN
19
tæku fólki á Islandi. Sk.,
F„ V. I.
‘::1523. Féll þann vetur mikill
grúi fátækra manna. Sk.,
V. I.
*1566. Fellivetur mikill,- síðan
kom hafís og féll margt
af fátækum. VIII. Sk.
1591. Nautadauði er hlaust af
enskum hundi. Sjá 5.
k&flð/
#1592. Blóðsótt mikla. Sjá 5.
k8>fld/
(*)1597. Blóðsótt á Suðurnesjum.
Sk., sjá 5. kafla.
‘‘1602—‘:':’1604. Mannfall af sulti
og blóðsótt. Á þessum 3
árum féllu 9000 á öllu
landinu. Sk., sjá 5. kap.
#1604/1605 og (#) 1605/1606.
Bráðdauði. G. O., sjá 6.
kap.
1610—13, sennilega rétt 1612.
Mergrunasótt, sjá 5. kap.
(#)1611. Morð og ófriður að
spyrja hvarvetna um allt
Island, menn og allvíða
bráðkvaddir. Sk.
(#)1628. Frostavetur mikill og
harður. Hafís. Gras lítið.
Sultarneyð á allmörgum.
Urðu fátækir menn víða
úti. SIc.
*1629. Fiskileysi. Hart til mat-
ar. Umferð undramikil
af fátæku fólki, dó margt
af bjargleysi. Sk., Vallh.
(#)1630. Jökulvetur. Féllu pening-
ar. Fiskileysi fyrir norð-
an. Sk.
(#)1631. Krankleiki víða, dó
margur maður, lágu ekki
lengi. Sk., V. I. Sótt mik-
il um ísland. Dó margt
fólk. Vallh. 1 bænaskjali
til konungs segir: ,,Harð-
indalag í næstu sjö ár,
(þ. e. frá 1625) .... að
allareiðu hefur fólkið af
hungri dáið á þessum
hallærisárum, einkum
fyrir norðan og vestan
og horfist enn nú til
meira áfellis.“ Alþ. ísl.
V., 216.
1633. Vetur aftaka harður um
allt ísland. Hrun og
niðurfall peninga. Sk., B.
*1634. Féll fátækt fólk í hungri,
varð og líka úti. Sk. Mik-
ið mannfall víða um
sveitir. Vallh., F., B.,
Sjáv.
*1635. Menn máttu enn reyna
hungur og hallæri ei síð-
ur en það fyrra árið.
Sjáv. Um sumarið gekk
hettusótt víða. Vallh.
Bóla. Sk., Vallh., B.,
Landfarsótt. Sk.
1639. Hafís hræðilegur .. varð
landfastur fyrir öllu Suð-
urlandi allt að Reykja-
nesi. Sjáv.
(#)1640. Vorið hart, þurt og
stormasamt. Peningafell-
ir, einkum á köplum.
Hungur meðal manna í
Austfjörðum og fyrir
norðan land. Sjáv.
1642. 12 menn urðu bráðkvadd-
ir í Grímsey. Vallh.
1643. Vetur harður, féll allvíða
fé og færleikur. Bjarg-
lítið fyrir fátæka búra.
S.
1644. Vetur í meðallagi. Gras-
samt vor. Vott sumar og
haust. Árgangur góður
til fiskiafla kringum
landið. Þetta ár urðu 9
menn bráðkvaddir í
Grímsey. g.
#1648. Vetur harður um allt Is-
land. Hrun peninga, að-
allega um norðan- og
norðaustanvert landið.
Gengu menn frá húsum