Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 22
20
LÆKNANEMINN
og heimilum fyrir at-
vinnuleysi. Sumar vott
og kalt, spilltist hey all-
víða. Neyðarár til lífs-
bjargar. S. Mannfall varð
af bjargleysi á Langa-
nesi og í Austf jörðum. F.
#1649. Sumar hið bezta til hey-
skapar, en hart með
fólki, einkum í norður-
landinu. Féll fjöldi fólks
í Þingeyjarþingi. S. Hall-
æri víða um land, helzt á
Norðurströndum og
norðaustur á landi. V. I.
(*)1650. Mikil sótt og manndauði,
einkum á útkjálkum og
annesjum kringum allt
land. S., Vallh., 7. I.
1651. Það ár gekk einnig mikil
sótt um landið. S. „Dó
margt manna“ bætir
Vallh. við. Á Vestfjörð-
um urðu margir menn
bráðkvaddir. F. „dóu
skyndilega“ segir Setb.
1661. Hafís fyrir Norðurlandi
og hart með mönnum, og
það ár allt. Krankhallt
víða er á leið sumarið.
Vallh.
1662. Á þessu sumri urðu
margir menn bráðkvadd-
ir um suðursveitir. Setb.
*1667. Harður vetur fyrir sunn-
an og viða uppflotnað
fólk, hvert fór hópum
saman þar syðra um
sumarið. V. II. Skar al-
múginn til matar sér
jafnvel kýr og ær, helzt
í Mýrdal austur og suður
um Flóa. Dóu og nokkrir
menn fyrir sulti um þær
sveitir. F.
1668. Heyskemmdir yfir máta
í víðustu stöðum sökum
mikilla votviðra og
óþerra. V. II.
(*) 1669. Veturinn var mjög stirð-
ur eftir jólin. Var víða
hér vestra mikill pen-
ingafellir. Sótt gekk hér
í landi um haustið,
margslags, og allt fram á
vetur, item flekkjasótt í
í bland, svo um allt land-
ið sofnaði margt al-
múgafólk í burtu. V. II.
Margslags sótt, sem
lagðist á almúgafólk,
gefur grun um að um
vaneldissjúkd. hafi verið
að ræða.
1671. Um Vestfirði gekk hæg
bólusótt, item landfar-
sótt og snertur af blóð-
sótt. V. II.
*1674. Mannfall mikið í hinum
norðari sveitum Þingeyj-
arþings, og svo norð-
austur þar frá. Dreifð-
ist það fólk er uppflosn-
aði úr því hallæri, vest-
ur um land og líka suð-
ur hið eystra. V. Frá
páskum 1674 til hvíta-
sunnu 1675 dóu fyr-
ir norðan Vöðluheiði,
af vesöld og hungri
11 hundrað manns og
þar að auk, sem
dó á hálsum og heið-
um. F., H. Féllu í
hungri 400 fólks í Vöðlu-
sýslu. Var sóttarár.
Barnadauði mikill í
Borgarfirði fyrir vestan
Hvítá. Hóls.a. f Þingeyj-
arsýslu dóu í harðrétti
500 manns. E.
*1675. í öllu Múlaþingi sofnuðu
af vesöld (1674 og 1675)
1400 manns. F., H., Þm.
1680. Þann vetur voru stór
harðindi víðast um Is-
land, með snjóföllum og
peningafellir. E.