Læknaneminn - 01.03.1972, Page 27
LÆKNANEMINN
25
sveitum. Þá var krank-
fellt, og deyði margt
fólk, sérdeilis ungbörn
og gamalt fólk. Gr.
Byrjaðist í Vopnafirði
það stóra hallæri, sem
síðan sig þaðan útbreiddi
yfir allt landið og fjölda
fólks í öllum landsins
fjórðungum eyðilagði.
Lögðust þa í eyði í
nefndri sveit af rúmlega
50 byggðum býlum 21. . .
hvert hallæri hér í Múla-
sýslu viðhélzt í sam-
fleytt 6 ár. Esp. V.
*1753. Nú tóku til að aukast
harðindaárin, bæði til
lands og sjóar. Hallæri
stórkostlegt upp á bjarg-
ræði manna á milli fyrir
norðan og beggja meginn
við Langanesið, og um-
ferðafólkið meira en til
dæma um allar sveitir.
Gr. Mjög var hart á
milli manna. Ennþá var
sóttsamt, dó margt fólk,
5 menn urðu bráðkvadd-
ir á Vatnsleysuströnd.
Ölf. Stór harðindi manna
á meðal hvar af orsak-
aðist umferð stór og
nokkuð mannfall. V. III.
*1754. Peningafellir sá mesti á
Skagaströnd. Fiskleysi
um vorið nær í kringum
allt landið. Margir menn
deyðu þetta ár. Gr. Fell-
isár mikið norðanlands.
Ket. Um haustið urðu
enn 4 manneskjur bráð-
kvaddar á Vatnsleysu-
strönd. Ölf. 7 menn urðu
bráðkvaddir á Vatns-
leysuströnd. Víða urðu
stöku manneskjur bráð-
kvaddar. V. III.
*1755. Víða varð peningafellir,
og sá mesti kringum
Snæfellisjökul, svo að
víða féllu kýrnar. Um-
ferðafólk framar allri
venju víða og þjófaöldin
fram úr máta; þá var
verið að hýða og marka
í hverri sveit og sýslu.
Gr. Fyrir vestan dóu líka
margir umhleypingar í
vesöld. Ölf. Harðindi
voru þá sögð um heila
landið. Voru því víða
kaupmannabúðir opnað-
ar upp á matvöru fólki
til bjargar. Dó nokkuð af
fólki kringum Jökul í
harðrétti í þeim þurra
búðum. Sótt gekk sum-
staðar. Úr henni önduð-
ust nokkrir. Nokkrir
urðu úti um vorið í ves-
öld. Höslc. Á fjögraára-
bilinu 1752—55 fækkaði
þjóðinni um 501 (81).
*1756. Fóru harðindi vaxandi.
Margt af umferðafólki
varð á þessum vetri úti
bæja á millum, og margt
fátækisfólk deyði inni af
sulti og vesöld. Afla-
leysi á Suðurnesjum og
þar af rísandi fólks fellir.
Hösk. Fólkið dó í megurð
sumstaðar í kringum
Jökul. Fátækraumferð í
mesta máta; sumt dó í
sulti og hor nefnilega
norðanlands. Gr. Hey-
skapur yfir allt landið
hinn aumkunarlegasti,
mest vegna sífelldra vot-
viðra, hvar af orsökuðust
hin stærstu harðindi yf-
ir allt land samt mikill
mannfellir í harðrétti,
einkum norðanlands og í
Múlasýslu, svo nokkrum
hundruðum skipti. V. III.