Læknaneminn - 01.03.1972, Page 30
28
LÆKNANEMINN
lagi, gengu þó ei að síð-
ur yfir, þá á leið, stór
harðindi og mesti bjarg-
ræðisskortur allvíða
meðal manna af undan-
förnum bágindum og
sumstaðar, einkum aust-
an- og sunnanlands, ekki
lítill mannfellir af hungri
og öðru þar af leið-
andi. Víða varð fólk
bráðkvatt á þessu ári.
V. III. Harðindi, einkum
á Suður- og Vesturlandi,
allmikil manna á milli,
svo fólk dó í vesöld og
hungri í Vestmannaeyj-
um, Flóa í Árnessýslu,
Borgarfirði stóra og
undir Snæfellsjökli.
Geigleg, köld landfar-
sótt gjörir allvíða vart
við sig norðanlands. Ket.
Um vorið var kringum
Jökul harðindi og fólks-
fellir í þeim þurra búð-
um, áður um það leyti
fiskaðist. Hösk. Fáeinar
manneskjur dóu af hor í
Eyjafjarðar- og Skaga-
fjarðarsýslum. Tveir
menn verða bráðkvadd-
ir, annar í Fljótum, ann-
ar í Siglufjarðarskarði,
3 í kirkjugarði á Hvann-
eyri við gröft. Esp. 1
manntalstöflum (69,
VI. ) eru 19 dauðir af
hungri og 5 bráðkvadd-
ir í Gullbringusýslu, þá
(1) látast í henni 175
umfram fædda. I engri
annari sýslu stiftisins er
getið um dána af hungri,
en 2 verða bráðkvaddir í
Strandasýslu. Það ber
því talsvert á milli ann-
ála og prestaskýrslna
um mannfelli af hungri
á árinu. Um „landfarsótt
og magasýki á börnum
og gamalmennum,“ sem
gengu um vorið, sjá 5.
kap.
(*)1782. Voru nú og síðla um
veturinn og vorið allvíða
stór harðindi og bjarg-
ræðisskortur manna á
meðal og sér í lagi mikið
hallæri í Múla- og Þing-
eyjarsýslum. Fólk tók
nú til strax um haustið
að uppflosna norðast á
landinu. 1 Snæfellssýslu
urðu 3 menn bráðkvadd-
ir. V. III. 3 bráðkvaddir í
Flatey. Fyrir norðan
var, sem víðar, hvanna-
rætur, fjallagrös og
sjóarþang almenn fæða
það sumar. Margir urðu
bráðkvaddir á þessu ári,
og dó ekki maður í
Grímsey á því ásamt
tveimur eftirfylgjandi
árum öðruvísi. Esp.
Að sunnan skrifað með
einmánuði: „Fiskifátt af
sjó og jarðbönn á landi,
svo hross nokkur féllu.
Fólk sumt þar við sjóinn
(áður fiskaðist eftir
páska) hafi dáið af
hneppu og tannpínu.“
Hösk. Samkvæmt mann-
talstöflu (69, VI.) urðu
4 bráðkvaddir í Gull-
bringusýslu, 3 í ísaf jarð-
arsýslu og 2 í Stranda-
sýslu.
(*)1783. Skaftáreldar hófust 8.
júní. Mikið magur og
óþriflegur var á þessu
hausti fénaður manna á
Islandi. Aflafar í betra
lagi fyrir austan, sunn-
an og vestan, en fyrir
norðan mjög smátt,