Læknaneminn - 01.03.1972, Page 33
LÆKNANEMINN
31
1789—1799. Eftir 1788, og til
loka 18. aldar geta
hvorki annálar né aðrar
heimildir um sóttir, er
ætla má af völdum van-
eldis, sé bráðdauðinn
frátalinn. En um hann
vísast til 6. kafla.
Lykill að skammstöfun heim-
ilda, sem notaðar eru í skrá yfir
hungursóttir á Islandi, ásamt
stuttum ábendingum um gildi
peirra.
G. S: G. Storm: Islandske Ann-
aler indtil 1578. Christiania, 1888.
KL: Kulturhistorisk leksikon
for nordisk middelalder. Greinar
Jakobs Benediktssonar um I, II,
III, IV, VII, VIII, IX og X.
H. P: H. Pálsson: Eftir þjóðveld-
ið, heimildir annála um íslenzka
sögu 1263—98. Rvk., 1965.
I: Resens annáll 1228—1295.
Að heita samhljóða II til 999, III
til 1269 og úr því II og III. Mun
ritaður á vestanverðu landinu
(KL). H.P. nefnir hann Vestur-
landsannál.
II: Forni annáll 1—999 og 1270
—1313. Virðist ritaður á Vestur-
landi (KL).
III: Höyers annáll 547—1310.
Er skildur II 1296—1302 (KL). H.
P. telur hann ritaðann í Flatey og
nefnir hann Flateyjarannál.
IV: Konungsannáll 46 f. Kr.—
1341. Til 1280 er hann afrit af ann-
ál, sem VII, IX og X nota einn-
ir. Ritaður á norðanverðu eða
vestanverðu landinu (KL). H. P.
telur hann ritaðan á Þingeyrum
og kallar hann Þingeyraannál.
V: Skálholtsannáll 140—1012;
1181—1264 og 1273—1356. Hand-
ritið er afrit eftir forlagi, sem hef-
ur endað 1348 (G.S). IV og V hafa
töluvert efni sameiginlegt, sem er
ekki í öðrum annálum (H.P.).
VI: Annálsbrot úr Skálholti
1328—1372. Ritaður í Möðruvalla-
klaustri. Er sjálfstæður. (G.S.).
VII: Lögmannsannáll (46 f. Kr.)
—1392. Séra Einar Hafliðason
(1307—1393) á Breiðabólstað í
Vesturhópi ritaði annálinn til
1362, síðan 4 aðrir (KL). H.P.
nefnir þennan annál Breiðaból-
staðarannál.
VIII: Gottskálksannáll 1—1578.
Séra Gottskálk Jónsson (um 1524
—1590) í Glaumbæ ritaði annál-
inn. Til 1394 er hann afrit af glöt-
uðum annál, eftir það sjálfstæður
(KL). H.P. kallar glataða annál-
inn Helgafellsannál og telur hann
þar ritaðann.
IX: Flateyjarannáll 46 f. Kr.—
1394. Ritaður af séra Magnúsi
Þórhallssyni fyrir Jón Hákonar-
son í Víðidalstungu. Notaðar
heimildir VII, IV, V og glataður
annáll af Vesturlandi (KL). H.P.
kallar hann Víðidalstunguannál.
X. Oddaverjaannáll (46 f. Kr.) —
1427. Aðal heimildir VII og N.a.,
en auk þess til 1313 sami glataði
annáll og IV notar (KL). Hefur
lítið sjálfstætt heimildargildi.
Skb: Skarðsárbók. Landnáma-
bók Björns Jónssonar á Skarðsá.
Jakob Benediktsson gaf út. Rvík.,
1958.
B isk.a: Biskupa-annálar Jóns
Egilssonar, með formála, athuga-
greinum og fylgiskjölum eptir Jón
Sigurðsson. Safn til sögu Islands
og íslenzkra bókmennta. I. 15—
136. Kh., 1856. Séra Jón Egilsson
(1548- eftir 16/6 1634) ritaði þá
í Skálholti 1605. Þeir segja frá
Skálholtsbiskupum og viðburðum í
tíð þeirra, fyrst Isleifi, síðast
Gísla Jónssyni (d. 1587). Jón hef-
ur þekkt Hungurvöku, en aðal-
heimildir hans eru frásagnir gam-
als fólks, s.s. afa hans séra Einars
Ólafssonar (1497—1580), er aftur
sögðu eftir sér eldra fólki.