Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 46

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 46
J,2 LÆKNANEMINN þéttbýli, getur svo farið, að þrír eða fjórir vaktlæknar sjái sama barn í sömu veikindum. Gefur það auga leið, að slíkt er ekki gott, hvorki fyrir sjúklinginn né lækn- ana. Nokkuð ber á því að vakt- læknar setji sig í samband við heimilislækni viðkomandi sjúkl- ings og skýri frá niðurstöðum sín- um og ber að lofa slíkt. Má vænta þess að með því móti fái sjúkling- urinn samfelldri þjónustu og vinnubrögð lækna verði hagkvæm- ari. 2. Stafar sjúkdómurinn af sýld- um? I byrjun veikinda er oft erfitt að átta sig á, hvort um er að ræða sýkla- eða veirusjúkdóma. Oft er þó unnt að geta sér til um sjúk- dómsvaldinn með hliðsjón af aldri barnsins, kliniskri mynd og vit- neskju um faraldsástand í um- hverfinu. 3. Er nauðsynlegt að gefa barn- inu sýTdalyf? Er sennilegt, að sjúkdómurinn verði hættulegur, langvinnur, hafi í för með sér fylgikvilla, eða verði öðrum alvarleg smithætta, fái sjúklingurinn ekki sýklalyf? Ef svo er ekki, má láta vera að gefa sýklalyf. Ekki verður hjá því kom- izt í landi eins og okkar að taka tillit til staðhátta. Þar, sem strjál- býli er og samgöngur slæmar, og ekki er unnt að fylgjast sem skyldi með sjúklingnum, verða ástæður til sýklalyfjagjafar að sjálfsögðu rýmri en í þéttbýlinu, þar sem greiðfært er milli læknis og sjúklings. Til varnaðar við sýklalyfja- notkun hjá börnum Ef ástæða þykir til að gefa barninu sýklalyf, þarf að taka til- lit til margvíslegra atriða, þegar velja skal lyfið. Eitt mikilvægt atriði er aldur barnsins. Nýfædd börn hafa mikla sérstöðu í þessu sambandi, og því er nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um þau sérstaklega. Svo sem kunnugt er, eru nýfædd börn mjög næm fyrir sýkingum, og því er oft ástæða til að gefa þeim sýklalyf. Vegna þess, hve líffærastarfsemi þeirra er ófull- komin, verður að gæta sérstakrar varúðar við lyfjaval og skammta- stærð. Vanþroski nýrna veldur því, að lyf, sem skiljast út um nýru, geta safnazt fyrir í líkamanum og valdið skaða. Penicillin er eitt slíkra lyfja. Með því að minnka lyfjaskammtana og lengja tíma- bil milli lyfjagjafa má komast hjá skaðlegum áhrifum og jafnframt ná áhrifaríkum styrkleika lyfsins í líkamanum. Lifrarstarfsemi nýfæddra barna er ófullkomin vegna vanþroska hvatakerfa, sem vinna að útskiln- aði ýmissa lyfja. Klóramfenikol skilst út fyrir áhrif lifrarinnar. Sé það gefið nýfæddum börnum, get- ur það safnazt fyrir í líkamanum og valdið svokölluðu Grey syn- dromi, sem er mjög alvarlegt ástand, sem leitt getur barnið til dauða í blóðrásarbilun. Heili nýfæddra barna getur sem kunnugt er orðið fyrir skaða af völdum ókonjugeraðs bilirubins. Súlfalyf keppa við bilirubin um tengsl við eggjahvítuefni. Séu slík lyf gefin nýfæddum börnum, get- ur það haft í för með sér hækkun á ókonjugerðu bilirubini og heilaskemmdir (kernicterus). Tetracyclin eru lyf, sem var- hugavert er að gefa börnum. Þessi lyf setjast að í beinvef, sem er í vexti, t. d. glerjung tanna, og valda skaða. Séu þessi lyf gefin þunguðum konum á seinni hluta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.