Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 53
LÆKNANEMINN
47
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, dósent:
Frá lífefnafrœðikennslu
í lœknadeild\ I
*
Ahrif léttrar áreynslu á sykurþol
Á fyrsta hluta stunda læknanem-
ar lífefnafræði. Er hún bæði í
formi fyrirlestra og verklegra æf-
inga. Á vormisserinu 1971 var
tekið upp að láta þá taka þátt í
einhverri rannsókn fyrir utan
hefðbundnar æfingar. Hér er lýst
árangrinum af athugun á sykur-
þoli, tilraun gerð í Rannsóknarstöð
Hjartaverndar, Lágmúla 9.
Sykurþol allra gesta Hjarta-
verndar er rannsakað á eftirfar-
andi hátt:
Hver gestur drekkur 250 ml
glukosaupplausn, sem í eru 50 g af
glukosa, eftir að blóðsýni hefur
verið tekið úr eyrnasnepli til að
mæla blóðsykur í föstu. Þetta er
gert að morgni á tímabilinu 8,30—
11,00, og á gesturinn að vera fast-
andi frá kvöldinu áður. Ekki er
tekið tillit til fæðis næstu daga á
undan (1). Gesti er síðan vísað til
sætis á biðstofu, og blóðsýni tekið
úr sama eyrnasneplinum 60
mín. og 90 mín eftir inntöku.
Gestir eru kallaðir upp í kall-
tæki, þegar þeir skulu koma til
sýnitöku. Þá þurfa þeir að standa
upp úr sætum sínum og ganga 12—
14 metra vegalengd. Stundum eru
kallaðir 2—3 í einu, og þá þurfa
þeir að standa 2—3 mínútur fyrir
sýnitöku.
Ekki er haft eftirlit með því,
hvort gestir eru á hreyfingu á bið-
stofunni eða eru að tala saman.
Framkvœmd tilraunar
Læknanemar komu sem aðrir
gestir Hjartaverndar kl. 8,30—
9,30 að morgni til rannsóknar-
stöðvarinnar. Hver stúdent kom
þrisvar. Fyrst einn, og þá var tek-
ið úr honum blóðsýni fastandi.
Hann drakk síðan 250 ml glukosa-
upplausn með 50 g glukosa. Lagð-
ist hann síðan á bekk með teppi
undir og ofan á sér, og var hann
ekki látinn standa upp, þegar blóð-
sýni voru tekin eftir 60 og 90 mín-
útur.
Við aðra og þriðju heimsókn
komu tveir og tveir. Við aðra
heimsóknina áttu þeir að setjast
á biðstofu og haga sér eins og aðr-
ir gestir stöðvarinnar, ræðast við
eftir aðstæðum og lesa blöð.
Við þriðju heimsóknina skyldu
þeir hjóla á þrekhjóli við 200 kpm
í 10 mínútur, 20 mínútum eftir
neyzlu glukosans. Þessi áreynsla
átti að samsvara rólegum göngu-
túr í 10 mín. á sléttum vegi.
Mæling blóðsykurs var gerð með
öðrum sýnum Hjartaverndar.
Mælingin er gerð í Technicon Auto
analyzer. Aðferðinni er lýst í að-
ferðahefti frá Technicon og er
merkt N—9. Þetta er mikroaðferð
aðlöguð tækjunum, upprunalega
lýst af W. S. Hoffman. Ferri-
cyanid afildast í ferrocyanid og
hvarf gula litarins á ferricyanidinu
er mælt í litþéttleikamæli tækisins