Læknaneminn - 01.03.1972, Side 58
52
LÆKNANEMINN
4. Sjúklingurinn var 18 ára karlmaður, sem var lagður inn vegna gruns
um sepsis. 1 um það bil viku hafði andlit sjúklings verið að bólgna, að sögn
móður, segir I journal, og hafði farið síversnandi. Bólgan mun hafa byrjað vinstra
megin á efri vör og útbrotin einnig. Hafði einnig verið illt í hálsi og haft rokk-
andi hita, 39-40 stig. Síðustu daga fyrir innlögn hafði hann verið fyrst á Vebi-
combini og síðasta sólarhringinn á Penbritini, en þar sem hvorugt virtist hafa
nokkur áhrif, var hann lagður inn.
Pyrsta sólarhringinn á spítalanum var hann á Celbenini, 1 gX4. Myndin
er tekin, þegar sjúklingurinn hafði verið 1 sólarhring á spítalanum, og höfðu
útbrotin þá náð hámarki.
Sjúklingurinn hafði haft eczema (atopic dermatitis) frá 6 mánaða aldri,
allajafnan verstur i andliti og raunar aldrei alveg útbrotalaus þar. Aldrei áður
fengið samskonar útbrot og hann fékk nú, en legið vegna síns eczema nokkrum
sinnum á Húðsjúkdómadeild Landspítalans. Hraustur að öðru leyti.
Skoðun: Urmull af vesicúlum og pústúlum um allt andlit og á hálsi, yfirleitt
jafnar að stærð, sumar í grúppum, aðrar dreifðar. Útbrotin voru svæsnust á
vörum og kringum munn. Efri vör var talsvert bólgin, mikil eitlastækkun sub-
mentalt.
Rannsóknir: Blóðstatus var eðlilegur, nema sökk var 45 mm.
Sjúklingurinn var meðhöndlaður með Topicináburði á útbrotin, engin sér-
stök meðferð önnur. Hitinn smálækkaði og var horfinn eftir 3 daga á spítalanum.
Útskrifaður á 9. degi og útbrotin þá að mestu horfin.
Diagnosis: :
1. Varicella
2. Furunculosis
3. Kaposis varicelliform eruption (eczema herpeticum)
4. Sepsis
Haukur Jónasson, lœknir:
Svar við sjúkratilfelli
í síðasta blaði
Sjúklingur var lagður inn á
Handlækningadeild Landspítalans
til aðgerðar vegna endurtekinna
blæðinga frá meltingarvegi. Pre-
operatif greining var diverticul-
um Meckeli, og var incisio hagað
með tilliti til þess. Við aðgerðina
fannst stórt diverticulum, sem var
skorið brott. Þegar það var klippt
upp, fannst allstórt sár (ulcer) í
því. P.A.D.: Ulcus pepticum.
Krufningatíðni á diverticulum
Meckeli er ca. 2%. Slík diverti-
cula eru neðarlega á lista orsaka
bráðra blæðinga frá meltingar-
vegi, og ekki er vitað með neinni
vissu um tíðni blæðinga frá þeim.
Sjálfsagt er þó að hafa þau í
huga, þegar um massifa, bráða
blæðingu er að ræða, en einkenna-
lausa að öðru leyti. Pre-operatif
röntgengreining er sjaldgæf, en
tvær ,,passage“ myndir í þessu til-
felli voru eðlilegar, einnig við end-
urskoðun, eftir að greining var
fengin.