Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 62
SJf
LÆKNANEMINN
verið það ánæg;ja að segja þeim til að okkar frumkvæði og að
svara spurningum þeirra. Aðrir hafa verið meðalmenn eins og
gengur, og höfum við gjarnan vilja hlúa að þeim einnig. En
hingað hafa líka komið stúdentar, sem hafa unnið störf sín af
kæruleysi og áhugaieysi. Fyrir slíkum mönnum ber ég ekki
mikla virðingu, og það er satt, að slíka menn sniðgeng ég og
vil hafa sem minnst af þeim að segja, og það er eins með okkur
læknana og þá, að við höfum beðið eftir því, að mánuðurinn liði,
í von um, að næst kæmi annar betri.
Ég ætla ekki að elta ólar við höfunda nefndrar greinar út
af öðru aðkasti og jafnvel atvinnurógi, eins og að við lesum ekki
journala. Þar kemur sennilega fram sársauki yfir því að hafa
þurft að skrifa upp journala á ný eða viðbætur við þá. Þó skal
tekið fram, að allar þær rannsóknaraðferðir, sem taldar eru
upp í sviga í lok greinarinnar, eru gerðar hér, nema maga-
speglanir, sem Tómas Á. Jónasson læknir hefur gert fyrir okk-
ur. Áhugasamir stúdentar eru þar ævinlega viðstaddir, og er þeim
bent og kennt.
Er svo þessum umræðum lokið af minni hálfu, og þakka ég
birtingu athugasemdanna.
Einar Helgason
yfirlœknir
Raunaleg burtu vizkunnar gyðja víkur,
er vínguðinn birtist. Til hvers er þessi skóli?
Því jafnvel áður en lokaprófunum lýkur
er lærdómnum skolað burtu í alkóhóli.
Hér var stiginn Hrunadans,
heilinn mikið áfall beið.
Fjöldamorð á frumum hans
framið var í nótt sem leið.
Pálmi Frímannsson, deildarskáld