Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 65
LÆKNANEMINN
57
Próf í lœknadeild janúar—febrúar
1972.
Embættisprófi luku:
Guðmundur Óskarsson,
Þorkell Guðbrandsson.
Prófverkefni i skrifiegri lyflæknis-
fræði: Colitis ulcerosa. Lýsið greiningu,
gangi, horfum og meðferð.
Prófverkefni í skriflegri handlceknis-
frœði: Þrengsli í vélindi. Lýsið helztu
orsökum, einkennum, greiningu, horfum
og meðferð.
Miðhlutaprófi luku:
Auðbergur Jónsson
Björn Magnússon
Brynjólfur Árni Mogensen
Friðrik Páll Jónsson
Geir Friðgeirsson
Hafsteinn Sæmundsson
Haraldur Ó. Tómasson
Hjalti Á. Björnsson
Júlíus Gestsson
Karl Haraldsson
Kristján Arinbjarnarson
Margrét Georgsdóttir
Niels Chr. Nielsen
Ólafur Eyjólfsson
Páll Ammendrup
Reynir Þorsteinsson
Stefán Jóhann Hreiðarsson
Sturla Stefánsson
Sveinn Már Gunnarsson
Viðar Toreid
Þorsteinn Gíslason
Fyrstahluta prófi luku:
Arnar Hauksson
Einar Ö. Arnbjörnsson
Friðrik Jónsson
Halldóra Ólafsdóttir
Hannes Pétursson
Jón Örvar Geirsson
Jón Bjarni Þorsteinsson
Jónas Franklín
Kristjana Kjartansdóttir
Sigurjón Sigurðsson.
FRÁ RÁÐNINGASTJÓRA
Það má með sanni segja, að mikil
gróska hafi verið I atvinnumálum III.
hluta stúdenta sl. sumar og haust, þrátt
fyrir hrakspár miklar, og hafa stúdent-
ar hvergi nærri annað öllum launuð-
um stöðum, sem boðizt hafa. Þykir
þetta e. t. v. kyndugt, þegar þess er
gætt, að fjöldi vinnandi III. hluta stúd-
enta, þennan tima, hefur verið um 30.
Á tímabilinu maí 1971 til febrúar ’72
(10 mán.), hafa stúdentar sinnt 115
eins mánaðar stöðum aðstoðarlækna og
kandidata á sjúkrahúsum í Reykjavík.
Eru þessar stöður yfirleitt viðurkennd-
ar sem mánaðarstöður (kúrsusar), en
sem kunnugt er, eru stúdentsstöður í
síðasta hluta ekki launaðar.
Læknum í dreifbýlinu hefur þráfaid-
lega á þessu tímabili verið neitað um
vikar, jafnvel þótt um skamman tíma
hafi verið að ræða. Þessu veldur áður-
nefndur aðstoðarlækna- og kandidata-
skortur á höfuðborgarsvæðinu svo og,
að stúdentar hafa ekki ótakmarkaðan
tíma. Stúdentar hafa yfirleitt starfað
lengur á deildum sjúkrahúsanna en
þeim er skylt vegna námsins, og flestir
fengið sig fullsadda í bráð. Stöður í
dreifbýli eru og ábyrgðarmeiri yfirleitt.
Hefur því gengið betur að fá stúdenta
til starfa á þá staði úti á landi, þar
sem fleiri læknar starfa saman. Hefur
verið hart gengið á stúdenta að sinna