Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 67

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 67
LÆKNANEMINN 59 bók, sem heitir „Road Accidents Medi- cal Care“ eftir Hanns Pacy, útgefin af Livingstone 1971. Annað megin verkefni Hópslysanefnd- ar nú í vetur hefur verið að safna upp- lýsingum og gögnum um almannavarn- ir í landinu. Það, sem okkur hefur þótt markverðast, er skýrsla Mr. Perry, en hann hefur reynslu í gerð áætlana, sem miða að því að fyrirbyggja hópslys. Perry dvaldi hér á landi nokkra mán- uði si. ár og kannaði ástand almanna- varna hér á landi. Gefin var út skýrsla um störf hans, og bendir hann þar á margt, sem betur mætti fara í þessum málum. Mr. Perry vann einnig að gerð skipulags um móttöku hópslysa á Land- spítalanum, ásamt læknunum Árna Björnssyni og Valtý Bjarnasyni. Var þetta skipulag fyrir skömmu kynnt á laugardagsfundi á Landspítalanum, og liggur það frammi á bókasafni Land- spítalans fyrir þá, sem vilja kynna sér það. Þetta skipulag virðist í fyrstu nokk- uð flókið, en á vonandi eftir að skýrast, þegar það verður reynt með æfingu. Gert er ráð fyrir, að læknanemar taki þátt í störfum spitalans, ef til hóp- slyss kemur, en ekki höfum við kynnt okkur á hvern hátt, og er það næsta verkefni okkar að afla upplýsinga um það. Einar Hjaltason, form. Ilópslysanefndar. Að vera útiendingur í læknadeild Ritstjóri bað mig fyrir jól að skrifa niður nokkrar hugleiðingar um námið og lífið séð frá sjónarhóli Norðmanns í Læknadeild Háskóla Islands. Pannst mér þetta verkefni allvandasamt og bað um frest, þangað til eftir miðhlutapróf- in. Vandinn var í því fólginn, að það, sem mér fannst óvenjulegt eða athygl- isvert í byrjun, tek ég nú sem sjálf- sagða hluti. Og á sama tíma vantar mann yfirsýn yfir aðstæður, sem mað- ur er ennþá hluti af sjálfur. Að prófunum loknum kom í ljós, að ritstjórinn hafði síður en svo gleymt mér, og kemur þess vegna árangurinn hér á eftir. Á einu er ég enn hissa, að Is- land getur menntað alla sína lækna heima, og í viðbóta tekið inn nokkra er- lenda nemendur á hverju ári. Jafnvel stór og auðug lönd eins og Bandaríkin eru alveg háð innflutningi lækna frá Evrópu og þróunarlöndunum. Af hverju sækja á hverju ári fleiri tugir Norð- manna og Svía um inngöngu í Lækna- deild H. 1. ? 1 Noregi tii dæmis er læknaskortur víða. Samt hafa lækna- deildir þar stækkað svo óverulega, að aðeins þeir með hæstu einkunnir frá stærðfræðideild fá inngöngu. Um 1200 norskir læknanemar stunda nú nám er- lendis, jafnmargir og heima fyrir. Þessu veldur fyrst og fremst, að mínu áliti, að forráðamenn hafa reynt að komast hjá fjárfestingu í háskóla í lengstu lög. Jafnframt eru áhrifamiklir aðilar innan lœknastéttarinnar hræddir við offjölgun í stéttinni. Sem betur fer koma þvílíkar skoðanir sjaldan i ljós meðal íslenzkra lækna, a. m. k. virðist Læknafélagið ekki eins þröngsýnt og í sumum öðrum löndum. Mér finnst fráleitt, að ríkt lands eins og Noregur geti ekki framleitt lang- flesta af sínum læknum sjálft, úr því að landið sér sér fært að reka lækna- deildir á annað borð. Öðru máli gegnir sjálfsagt í námi, þar sem af einhverj- um ástæðum þykir óráðlegt að koma upp fullnægjandi kennslu innanlands. Mér finnst þannig alveg sjálfsagt, að Islendingar fái að læra veðurfræði í Osló, en óeðlilegt að fjöldi Islendinga er tilneyddur til að læra tannlæknis- fræði erlendis vegna plássleysis hér. Nú ætla ég sízt af öllu að halda því fram, að hin ýmsu lönd ættu að stefna að þvi að mennta alla sina þegna heima. Það er bæði þroskandi fyrir einstakl- inga að fá reynslu frá öðru landi og æskilegt fyrir þjóðfélagið að hafa menn með mismunandi bakgrunn innan ákveð- innar greinar. Þó að Noregur og Is- land eða annað land hafi aðstöðu til að mennta alla sina lækna, verkfræð- inga eða sálfræðinga innan lands, væri samt æskilegt að stuðla að því, að nokkrir færu erlendis í nám; og jafn- framt þá að nokkrir útlendingar fengju inngöngu í fyrrnefndum löndum. Hver eru þá sérkenni læknanáms og lifs stúdents hér, séð frá sjónarhóli Norðmanns, sem hefur sjálfur — nota bene —• enga persónulega reynslu frá háskólanámi annars staðar? Ég minnist þess vel, að í byrjun var ég alveg hlessa á því, hve stúdentar daglega voru formlega klæddir, allir með bindi og hvíta skyrtu fannst mér. 1 sumum deildum fóru menn jafnvel í smóking við minnsta tilefni. Fróðlegt hefur verið að sjá, hvernig þetta er að gerbreytast, menn geta nú klætt sig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.