Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 69

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 69
LÆKNANEMINN 61 Áður en ég lýk þessum hugleiðingum langar mig að snúa aftur til lækna- námsins. Ég nefndi í upphafi, að nú orð- ið fá aðeins menn með hæstu einkunnir frá stærðfræðideil inngöngu í lækna- deild í Noregi og Svíþjóð. Læknamennt- unin getur leitt til starfa á mörgum sviðum, og þjóðfélagið hefur ekki síð- ur þörf fyrir lækna með sérstakan áhuga á hugvísindum eða félagslegum vandamálum. Þess vegna finnst mér mjög athugavert, að skandinavískar læknadeildir gera það ókleift fyrir aðra en þá með mestan áhuga á raunvísind- um, eða mestar gáfur í þeim greinum, að verða læknar. Þó að prófin innan læknadeildar séu mjög svo ófullkomin aðferð til að velja lækna, tel ég þau ekki gefa eins ein- hæft úrval eins og vera myndi, ef eink- unnir frá menntaskóla takmörkuðu að- ganginn. Tel ég þaö mikinn kost, að ennþá hefur ekki tekizt að setja eink- unna- og deildartakmarkanir fyrir inn- göngu í Lœknadeild Háskóla íslands, og vona ég að svo verði einnig í framtíð- inni. Viðar Toreid, lœknanemi. YFIRLIT UM FUNDI F. L. Fundur í I. kennslustofunni 11. okt. 1971. Fundarefni: 1. Jónas Jakobsson um þagnarskyldu lækna, afstöðu þeirra tii sjúklinga og fleira. 2. Ymsileg kynning fyrir 1. árs menn og kosning embættismanna úr þeirra hópi. Guðmundur Þorgeirsson setti fundinn og skipaði Friðrik H. Ólafsson fundar- ritara. Svo tók Jónas Jakobsson til máls. Fyrst talaði hann um Hippokratesar- eiðinn og ráðlagði læknanemum að athuga hann og síðan samstöðu lækna, sem helzt jafnvel á striðstímum. Lækn- ar eru að einhverju teknir við af prestum í ýmsum einkamálum sjúkl- inga, og þá er eins gott, að þeir séu ekki lausmálir. Meðal annars er það góð regla að skila ekki díagnósum nema í hendur lækna. Þagnarskylda er jafnvel tekin gild fyrir rétti. Önnur hlið er á þagnarskyldu, sú, sem snýr að sjúklingi. Að segja manni, að hann sé dauðvona, er aðeins rétt- lætanlegt, ef hann þarf að gera ráð- stafanir fyrir dauða sinn. Það er líka oft erfitt að segja til um, hvort sjúkl- ingur er dauðans matur eður ei. Að lokum ræddi Jónas um framkomu læknis gagnvart sjúklingi. Læknar eru arftakar galdramanna úr forneskju, og sjúklingar koma til þeirra með „magisk- um“ hugsunarhættl. Þetta er mikilvægt, því að 60% upp í 80% sjúklinga hafa enga sannanlega likamlega sjúkdóma. ,,lmyndaðir“ sjúkdómar, sprottnir af persónulegum ályktunum og/eða öðrum orsökum, koma gjarna fram sem rask- anir í ósjálfráða taugakerfinu, (t. d. hjartsláttur), og geta blekkt þannig, að sjúklingurinn gengur lækna í mill- um, og enginn finnur neitt. Allt, sem læknir segir, tekur sjúkl- ingur alvarlega, og þess vegna hefur framkoma hans mikið að segja. Til dæmis má hann gæta sin á að upphefja sjálfan sig, eins og með að segja: „Hefðirðu komið klukkutíma seinna, værirðu dauður“! 1 þessu tilfelli er það læknirinn, sem er neurotískur fremur en sjúklingurinn. Eftir rabb Jónasar hófst kynningar- fundur 1. árs manna. Guðmundur Þor- geirsson talaði um félagið, tilgang þess og skyldur og gaf svo Stefáni Karls- syni orðið. Hann skýrði frá störfum kennslumálanefndar og lagði mikla áherzlu á, að nýgræðingar í deildinni gagnrýndu kennsluhætti og námsefni. Sigmundur Sigfússon ritstjóri kom þá upp og kynnti blaðið sitt. Hann kvart- aði yfir peningaleysi, sem stæði Lækna- nemanum fyrir þrifum og svo andlegri deyfð læknanema. Einar Hjaltason talaði um hópslysa- nefnd og kynnti námskeið í hjálp í við- lögum. Páll Gíslason, kennslustjóri, sagði frá kynnisferð í Landspítalann. Að lokum var Benedikt Sveinsson kosinn í kennslumálanefnd, en Ingiríður Skírnisdóttir í fulltrúaráð. Svo var fundi slitið Symposium, 28. október, 1971. Umræðuefni: Thyrotoxicosis. Guðmundur Þorgeirsson setti sym- pósium og bauð gesti velkomna, en eink- um Guðjón Lárusson, lækni, sem er sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum og var revisor. Vilhjálmur Rafnsson var skipaður fundarstjóri, en Jón Sigurðs- son ritari. Sveinn Magnússon I. hl. talaði um skjaldkirtilinn frá sjónarmiði líffæra- fræði, lífeðlis- og lífefnafræði. Niels Chr. Nielsen, II. hl., talaði um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.