Læknaneminn - 01.03.1972, Page 79
LÆKNANEMINN
69
verða stífir og kreppast saman.
Seinast verður barnið eins og tré-
staur, nær ei andanum, kólnar upp
og deyr, fáum dögum eftir að
vart varð við það væri veikt.“ (2).
„Orsakir þessarar voðalegu
barnaveiki eru ókunnar. Einkenni-
legt er það, að ginklofi er nú ekki
lengur skæður sjúkdómur, nema á
nokkrum eyjum, einkum sumum
Skotlands-eyjum, í Vestur-Indíum
og hér í Vestmannaeyjum. Er því
talið, að orsakanna sé að leita
annað tveggja í eyjaloftslaginu
eða sérstæðu mataræði eyjabúa,
sem einkum lifa á fiskveiðum og
fuglatekju. Ginklofinn í Vest-
mannaeyjum hefur tvívegis verið
rannsakaður áður að opinberri til-
hlutan, án þess að verulegan ár-
angur hafi borið. Árið 1799 rann-
sakaði Sveinn Pálsson sjúkdóm
þennan og sendi stjórnarvöldum
skýrslu um för sína. Árið 1821 fór
Ólafur læknir Thorarensen til
Vestmannaeyja í sömu erinda-
gerðum og dvaldist þar í heilt ár.
— Er þess að vænta, að Schleisn-
er lækni takist að komast fyrir
upptök þessa illkynjaða sjúkdóms,
svo að ráðstafanir verði hægt að
gera til að útrýma honum.“ (2).
P. A. Schleisner var danskur
læknir, og kom hann hingað sér-
staklega til að rannsaka ginklof-
ann í Vestmannaeyjum. I skýrslu
frá 1847 segir, að Schleisner hafi
ferðast víða um land og athugað
heilbrigðisástand landsmanna.
Hann dvaldi vetrarlangt í Vest-
mannaeyjum, 1847—1848, og
rannsakaði ginklofann og reyndi
að ráða bót á honum. Um ferð sína
til Islands og rannsóknir þar rit-
aði Schleisner bók og lýsti marg-
víslegum athugunum sínum.
Þótti hann nokkuð dómharður um
íslendinga, sem hann taldi mjög
mikla sóða, en eiga skilið lof fyrir
þol og þreklyndi. En um orsakir
ginklofa varð læknirinn ekki miklu
nær.
Ginklofi erlendis.
V. B. Athavale frá Bombay á
Indlandi flutti ýtarlega greinar-
gerð um ginklofa nýfæddra á Al-
þjóðþingi í Mexico City árið
1968. I þessari yfirlitsmiklu grein
sagði hann meðal annars (laus-
lega þýtt): „Tetanus, er til í
öllum heimshlutum, og um 50
þúsund manns deyja árlega af
hans sökum. Nöfn eru mismunandi
á þessum sjúkdómi. I Nígeríu
heitir hann ,,hausa“, á Indlandi
„dhanurvata", í Arabalöndum heit-
ir hann „gasaz“, í Kína „po-shian-
fong“, í Mexícó „mal del arco“,
en í Alsír heitir hann „bytc-
henko“, sjúkdómur 7. dagsins.“
Það er áberandi, að því sunnar
sem dregur og nær miðlínu, þá
hækkar dánartala vegna ginklofa.
I löndunum kringum miðbaug í
Afríku og S.-Ameríku er ginklofi
ein meiriháttar dánarorsök. Þó að
ginklofi sé mjög sjaldgæfur, þar
sem mikil þróun hefur orðið, þá
er þetta meiriháttar viðfangsefni í
vanþróuðum löndum. Fyrstu tölur
frá árunum kringum 1960 sýna, að
í Guinea hafa að minnsta kosti 320
af 1000 börnum dáið úr ginklofa,
en í Dakar, Kolombíu og Nýju-
Guinea hafa 80 dáið af 1000 fædd-
um börnum. Það vakti athygli, að
í austur hluta Nýju-Guinea var
tetanus neonatorum mjög sjald-
gæfur, þó að tetanus væri þar al-
gengur, en það kom þá í Ijós, að
venja er hjá þessum þjóðflokkum
að klippa á naflastrenginn mjög
langt frá líkamanum, þegar börn-
in fæðast. Skýrði höfundur frá
því, hvernig skorið er á nafla-
strenginn með óhreinum hníf,
spjóti, blöðum eða bambus eða