Læknaneminn - 01.03.1972, Page 84
LÆKNANEMINN
74
Mynd 1: Hydrocephalus. Lega a.cerebri anterior og a.cerebri media
gefur til kynna mikla stækkun á heilahólfum. Um er að ræða ungan
mann, er fékk subarachnoid blæðingu. Mikil blæðing getur náð að
,,fibrotiserast“ í subarachnoideala svæðinu, og hindrast þá eðlileg
teabsorption á heilavökva og communiserandi hydrocephalus myndast.
Á höfuðkúpunni má sjá merki skurðaðgerðar, er gerð var til þess að
tæma út intracerebral haematom. Önnur afleiðing hér af subarachnoid
blæðingu hjá þessum unga sjúklingi. (Bj. Hannesson og Kr. Guð-
mundsson).
einkeimi, en sjaldnast nokkur milli
kasta eða þá aðeins mjög lítil og
óafvitandi sjúklingi.
52ja ára karlmaður fékk endurtekin
blinduköst á vinstra auga. Þau stóðu
aðeins í nokkrar mínútur hverju sinni,
og hann virtist síðan samur. Með þessu
var verkur í auganu. Saga var um
migraine, og þetta var einnig kallað
migraine. Síðar fékk sjúklingur köst,
þar sem hægri hendi varð stirð og
klaufaleg, og hann átti erfitt með að
finna orð. Tók hann eftir þessu sltyndi-
lega, t.d. þegar hann var að tala i síma.
Hinnig þetta stóð stutt og virtist alveg
jafna sig. Við neurologiska skoðun fund-
ust engin einkenni, nema hvað óhljóð
var yfir vinstri carotis æð. Æðamynd
sýndi mikia þrengingu (stenosu). Eftir
aðgerð hefur sjúklingur verið einkenna-
laus í 2 ár. (Dæmið er frá Englandi).
Lítið heilablóðfall sem svo er
nefnt, er ekki tímabundin blóðrás-
artruflun samkvæmt skilgreiningu,
heldur heilablóðfall, en kallað lítið,
vegna þess að sjúklingur verður
ekki alvarlega veikur, og truflun á
taugastarfsemi er afmörkuð. Það
eru þó eins og tímabundnar blóð-
rásartruflanir séu fyrirboði og að-
vörun um, að skammt kunni að
vera til alvarlegri áfalla.