Læknaneminn - 01.03.1972, Page 86
76
LÆKNANEMINN
M.ynd 2: Intracerebral haematoma. Tvítugur sjúklingur, er veiktist
skyndilega með miklum höfuðverk og uppköstum. Við komu á sjúkra-
hús hnakkastífur og ljósfælinn, rænulítill og með helftarlömun. Sub-
hyaloid blæðingar í augnbotnum og blóðugur mænuvökvi. Greining:
subarachnoid blæðing. Við æðamyndir fannst ekkert aneurysma, en
glöggt má sjá, hversu a.cerebri media og a.cerebri anterior eru
spenntar um intracerebral fyrirferðaraukningu. Primer subarachnoid
blæðingu fylgir oft intracerebral haematoma.
og thrombosis í 58%. Svipað upp-
gjör var gert í Englandi og Wales
árið 1966, og voru niðurstöður
nánast þær sömu. Einna auðveld-
ast er að greina emboliur. Sjúkl-
ingur veikist mjög skyndilega og
er oftast yngri en almennt gerist
um heilablóðfall, en mun erfiðara
er að greina á milli blæðingar og
thrombosu. Helzt er að styðjast
við aðferð Houston Merritts, en
hann telur mikinn höfuðverk, upp-
köst, meðvitundarmissi og krampa
benda til blæðingar fremur en
thrombosu. Þá telur hann truflan-
ir á öndun og hnakkastirðleika
pathognomoniskt fyrir blæðingu,
en þetta er þó aðeins til staðar
í 55% tilfella. Önnur regla, sem
gagnlegt getur verið að muna, er
sú, að thrombosan verður fremur
í svefni og hvíld en blæðingin í
vöku og við vinnu, og að þurrkur
og lækkaður blóðþrýstingur stuðl •
ar að stíflu en háþrýstingur að
blæðingu.