Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 89
LÆKNANEMINN
79
grafia og heilaskönnun. Allar geta
þó þessar rannsóknir gefið mikil-
vægar upplýsingar, eða a.m.k. vís-
bendingar. Höfuðmynd gæti sýnt
tilflutning á corpus pineale og
kalkanir í æðum, en hún gæti einn-
ig sýnt næsta óvænt merki um
aukinn intracranial þrýsting eða
kalkanir í æxlum. Myndi þetta
breyta framvindu mála. Heilalínu-
ritið gæti gefið vísbendingu um,
að meinsemdin lægi extracerebralt,
einnig að um útbreidda skemmd
væri að ræða en ekki staðbundna.
Echo gæti sýnt tilfærslu á miðlínu.
Neikvætt eeho segir næsta lítið,
þar eð sjúkdómurinn gæti verið
beggja vegna, einsog oft er við
subdural blæðingar. Reikna má
með upptöku á heilaskanni hjá
25% sjúklinga með heilablóðfall,
venjulega einni viku eftir áfallið,
og jafnframt verður skannið svo
eðlilegt eftir 4—8 vikur. Þetta er
gagnstætt því, er sézt við æxli og
því gagnlegt, þegar slíkum vinnu-
brögðum verður við komið. Derma-
tografia á andliti gefur nokkuð
áreiðanlegar upplýsingar um mis-
mun á blóðflæði í carotis æðum.
Oft fást með þessum meinlausu
rannsóknum nægjanlegar upplýs-
ingar til þess að útiloka allt ann-
að en heilablóðfall og jafnframt
gefur það upplýsingar um, hvað
gera skuli, einkum hjá fullorðnu
fólki, sem ekki þykir rétt að leggja
alltof mikið á.
Mænustunga er af mörgum t.al-
in nauðsynleg rannsókn á heila-
blóðföllum. Um þetta má deila.
McKissock, Richardson og Walsh
fundu blóðugan vökva hjá 80%
sjúklinga með intracerebral blæð-
ingar og Merritt hjá 74%, en hins
ber að minnast og kemur reyndar
fram af þessum tölum, að þótt
ekkert blóð sé í mænuvökva, úti-
lokar það ekki, að um blæðingu sé
að ræða, heldur gefur til kynna,
að hún sitji það djúpt í heilavefn-
um, að ekkert komist inn í mænu-
vökvann. Ég tel rétt, að gera
mænustungu, þegar greining er
erfið og mikið liggur við, að hún
sé rétt, og svo eins, þegar grunur
er um subarachnoid blæðingu.
Þess verður aðeins að gæta, eink-
um í fyrrnefndu tilfellunum, að
upplýsingar geta verið óáreiðan-
legar.
Hin afgerandi neurologiska
rannsókn er æðamyndir. Undan
þeim verður ekki komizt við
subarachnoid blæðingar og sjaldn-
ast við epi- og subdural blæðingar,
þótt stundum sé þeirra þar ekki
talin þörf réttilega. Þessi rannsókn
er ekki áhættulaus jafnvel í hönd-
um beztu manna, og ástæðulaust
er að gera hana að ,,routinu“.
Marshall og Bull sýndu vel fram
á þetta, er þeir gerðu carotis æða-
myndir á 80 samfelldum heilablóð-
föllum, er lögð voru inn á Queen
Square í London. Niðurstaðan varð
þessi:
Ekkert athuguvert 45
Þrenging á carotis æð 10
Stífla í carotis æð 4
Stífla í mið-cerebral æð 8
Stífla í fremri-cerebral æð 2
Stífla í basilaris æð 2
Intracerebral blæðing 1
Aneurysma 1
1 framhaldi af þessu töldu þeir
rétt, að um val sjúklinga til æða-
myndatöku skyldu gilda þessar
fjórar meginreglur:
1) Ungir sjúklingar, venjulega
miðað við 65 ár. í þessum aldurs-
flokki eru miklu meiri líkur á að
finna aneurysma eða æða-mal-
formationir en í hinum eldri.
Atheromatusar skemmdir eru lík-
legri til að vera á einum stað og
þá jafnframt þar, sem þær eru að-
gengilegar fyrir skurðlækni.