Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 91

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 91
LÆKNANEMINN 81 þar sem mynd af einni æð sýnir skemmdir í 16—20% tilfella, eykst þetta upp í 35% tilfella við fjög- urra-æðamynd, og skemmdir í fleiri en einni hálsæð hafa veruleg áhrif á afstöðu skurðlækna. Aðal- atriðið er það, að ef beita á skurð- aðgerð við hálsæðarþrengingu, verður að sjá allar hálsæðar og hluta af heilaæðum, þar sem aftur fyrir blóðþynningu er nægjanlegt að sjá hina hugsanlega sjúku hálsæð og hluta af heilaæðum. Því fylgi ég þeirri röð um æðamyndir, sem að ofan greinir. Loftmyndir eru lítt notaðar við greiningu heilablóðfalla, en þarf þó stundum til þess að átta sig á haematomum, einkum er þetta svo, þegar þau eru í fossa posterior, þar sem æðamyndir gefa oft ófullnægjandi upplýsingar. Batahorfur við heilablóðfall eru ákaflega misjafnar, eftir því hver hinn sjúklegi þáttur er. Þær eru hiklaust verstar við biæðingar. Mortalitet hefur verið talið allt að 97%, en svo hátt er það þó aðeins, þar sem minni blæðingar eru ekki meðtaldar og hafa verið greindar sem thrombosur á þeirri forsendu, að ekki hefur fundizt blóð í mænu- vökva. Fyrir liggur mikið uppgjör frá McKissock, Richardson og Walsh frá árinu 1961, og var mortalitet þar eftir blæðingar 51%. Hinsvegar voru þessi tilfelli nokkuð valin, og líklegt mortalitet er 60—70%. Við þettá bætist svo, að af þeim, er lifa, geta 25% búizt við að vera algerir öryrkjar, að- eins 25% geta vænzt þess að kom- ast til fullrar starfsgetu, og bati helmingsins liggur svo þarna á milli. Það, sem fyrst og fremst hef- ur áhrif á batahorfurnar, er lengd meðvitundarleysis eða meðvitund- arleysi yfirleitt. Standi það í meira en sólarhring, er útilitið slæmt. Af þeim, sem eftir þann tíma voru enn í coma, dóu 100%, í stupor 71%, somnolent 39%, þar sem aðeins 16% dóu af þeim, er aldrei misstu meðvitund eða voru vel vaknaðir innan sólarhrings. Háþrýstingur er slæmur meðvirkandi þáttur, og verri batahorfur eru, ef blæðingin er í capsula interna eða basal ganglium en annarsstaðar. Aldur skiptir litlu máli upp að sjötugu, en batahorfur versna mjög eftir þann aldur. Batahorfur við thrombosur eru betri. Mortalitet er 20—30%, og sömu þættir hafa áhrif á horfurn- ar og við blæðingar. Ef æðamynd- ir sýna mikla tilfærslu á miðlínu- æðum, og þetta sézt stundum við lokun á mið-cerebral æð, eru þá batahorfur mjög slæmar (Las- celles & Burrows 1965). Af þeim, sem lifa, ná yfir 60% góðri starfs- getu, en svo virðist sem frekari framvinda mála hjá þessum sjúkl- ingum sé mjög komin undir ástandi æðakerfisins sem heildar. Þannig fylgdi Robinson (London) eftir 737 sjúklingum, er fengið höfðu thrombosis og fann, að 50% þeirra dóu innan 4ra ára frá áfallinu, eða þrefalt fleiri en ætlað hefði mátt ■—■ og dánarmein voru í flestum tilfellum hjartasjúkdóm- ar. Mortalitet af völdum emboli var um 50%, áður en blóðþynningar- meðferð kom til sögunnar. Morta- litetið er mismunandi eftir því, hver uppspretta emboliunnar er og eftir því, hvort um endurteknar emboliur er að ræða. t uppgjöri Woods frá 1954 á heila-embolium í sambandi við mitral stenosis kemur í ljós, að 15 af 194 sjúkl- ingum dóu við fyrstu emboliu, en 49, er þeir fengu emboli öðru sinni. Hinsvegar eru batahorfur þeirra,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.