Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 97
LÆKNANEMINN
83
Mynd 4: Heilabjúgur. Sjötugur karlmaður, er vaknaði með helftar-
lömun á vægu sligi og engin einkenni önnur. Ekki hnakkastífur, með
eðlilega meðvitund og ekkert blóð í mænuvökva. Einkenni um út-
breidda arteriosclerosu. Sýndi strax batamerki, en snarversnaði á
3ja degi, varð rænulítill og mjög lamaður, og papillubjúgur sást í
augnbotnum. Myndin sýnir fyrirferðaraukningu intracerebralt, gleikk-
aður æðabogi og tilfærsla á miðlínuæðum. Æxli verður ekki séð. Nið-
urstaða: Heilabjúgur. Svaraði fljótt og vel meðferð með steroidum.
Virðist gott dæmi um hægfara heilablóðfall — leið tvö, (sjá grein),
en síðar fannst æxli hjá þessum sjúklingi. Heilabjúgur sést oft við
heilablæðingar, en miklu oftar við æxli. Ef heilabjúgur cr greindur,
skyldi sjúklingur a.m.k. skannaður 6 vikum síðar, jafnvel þótt hon-
um virðist batna. S'érlega er þetta svo, ef bjúgurinn hefur svarað
vel steroidameðferð einsog hér var. Slíkt er nefnilega venjan við æxli
en ekki við heilablóðfall.
i.v. eða a.m.k. i.m. lyf. Sjúklingur
skal sitja uppi sem svarar 45°, og
stefnt er að því að halda lægri
mörkum þrýstingsins um 100 mm/
Hg og koma sem fyrst við lyfja-
gjöf per os.
Um langt skeið var beitt hypo-
tensivri meðferð við blæðingar í
þeirri von, að hún myndi þá stöðv-
ast. Dr. Marshall hefur rannsakað
gildi þessarar aðferðar og telur,
að hjá þeim, sem hafa vægan há-
þrýsting, sé lítill munur á árangri,
hvort heldur hypotensivri meðferð
var beitt eða ekki. Hann telur rétt
að fylgja þeirri reglu, að kröftug
hypotensiv meðferð hafi ekkert
gildi við blæðingar (og hún er bein-
línis hættuleg við stíflur), að há-
þrýstingur skuli meðhöndlaður