Læknaneminn - 01.03.1972, Page 101
LÆKNANEMINN
87
Mynd 6: Heilabjúg-
ur og subduralt hae-
matoma. Saga um end-
urtekna höfuðáverka
hjá 50 ára alkoholista.
Skyndilega mjög rugl-
aður, með incontin-
ence, uppkcst og syfju,
en eðlilega meðvitund
3 dögum síðar. Mynd-
in sýnir þunnt sub-
dural haematoma, er
ekki skýrir hina miklu
tilfærslu æða yfir miðlínu. Við töldum hana stafa af frontal thrombosu og bjúg. Einkenni
sjúklings gengu til baka án meðferðar, og endurtekin æðamynd sýndi æðar á sínum rétta
stað og subdural haematomið óbreytt. Dæmi um bjúg samfara stíflu, — hægfara heilablóð-
fall (sjá grein). Ákveðið var að meðhöndla subd. haematomið ekki, enda voru frá því engin
einkenni. I tilfellum sem þessum leyfist að beita ekki skurðaðgerð við subdural haematomum,
en fylgjast verður með sjúklingum.
betri síðustu árin, einnig þar sem
tæpast þótti aðgengilegt áður.
HÆGFAKA
HEILABLÓÐFALL
Það, sem Englendingar kalla
„stroke-in-evolution“ hef ég valið
að nefna hægfara heilablóðfall.
Nafngiftin kann að vera ónákvæni,
en réttari þó en yfirvofandi heila-
blóðfall eða heilablóðfall í bígerð,
þar eð heilablóðfallið er þegar haf-
ið. Munurinn á hægfara heilablóð-
falli og heilablóðfalli er sá, að það
tekur nokkurn tíma eða a.m.k. 6
klukkustundir og oftar 12-24-48
klukkustundir fyrir hinn sjúklega
þátt að ganga svo yfir, að öll af-
leiðingin af honum sé fram komin.
Hefur þetta áður verið skilgreint.
52ja ára karlmaður dettur á gólfið
heima hjá sér, skömmu eftir að hann er
kominn á fætur. Hann finnur, að vinstri