Læknaneminn - 01.03.1972, Page 104
90
LÆKNANEMINN
þá óhjákvæmilega að sækja að
okkur, hvort nokkuÖ það verði
gert, er Iiindri framvindu hins
sjúklega þáttar, og komi þar með
í veg fyrir hinar hörmulegustu af-
leiðingar heilablóðfallsins. E.t.v.
er málið einfaldara, þegar hæg-
fara heilablóðfallið hefur á sér
það snið, að síðbúin afturför verð-
ur eftir það, sem virtist vera heila-
blóðfall. A.m.k. er þetta svo, hvað
viðkemur blóðþynningu, sem á þar
sjaldnast við, nema þegar frum-
þátturinn var embolia. Venjuleg-
ast er um það að ræða að eyða
heilabjúg, en það gerist með
steroidum, diuretica eða hyperton-
iskum upplausnum, og dugi þetta
ekki, kemur til álita decom-
pression. En einnig getur þurft í
þessum tilvikum að fjarlægja blóð-
köggul, og hugsanlegt er að nota
lyf eins og Epsicapron til að stuðla
að traustari lokun æðaveggsrifu.
Þetta er allt erfiðara, þegar hæg-
fara heilablóðfallið er að sniglast
áfram jafnt og þétt og einkenni
sjúklingsins stöðugt að aukast. Og
þótt það sniglaðist áfram, er þó
tíminn ekki langur, sem við höfum
til þess að gera það, sem gera þarf,
svo að möguleiki sé til að taka
skynsamlega ákvörðun. Ekki skal
dregið úr gildi almennrar meðferð-
ar né heldur þeirrar, er beinist að
meðvirkandi sjúkdómum, ef ein-
hverjir eru. Þá kunna og hámóle-
kúler lyf einsog t.d. Dextran í in-
fusionum að vera gagnleg við
stíflandi þátt. Sömuleiðis lyf, er
draga úr æðasamdrætti einsog t.d.
papaverin eða theophyllamin.
Epsicapron kann að vera gagnlegt
við blæðingar, og steroidar kunna
að hafa gagnleg áhrif á heila-
stofns-blóðrennsli. Því miður hef-
ur ekkert af þessu verið nægjan-
lega sannreynt. Enginn mun deila
um nauðsyn eðlilegrar hydration-
ar og eðlilegs blóðþrýstings. Þetta
er allt gott og blessað, en að lok-
um kemur þó að því, að við verð-
um að taka ákvörðun um notkun
blóðþynningar eða skurðaðgerðar,
sem hinnar afgerandi aðgerðar til
þess að reyna að stöðva framvindu
heilablóðfallsins. Blóðþynning og
skurðaðgerðir eru skæðustu vopn-
in til varnar heilablóðföllum, en
þau geta snúizt í höndum. Ég mun
fjalla um þau í sérstökum kafla,
og leyfi mér hér að vísa til hans.
Blóðþynning og/eða skurðað-
gerðir geta miklu bjargað við hæg-
fara heilablóðfall, en það er mikill
vandi að velja rétta sjúklinga til
réttrar meðferðar á réttu augna-
bliki, svo ekki sé illt gert verra.
Hvorugri meðferöinni verður beitt
nema að undangengnum rannsókn-
um, sem gera verður skjótt og
skipulega. Markmiðið er það að
vita með fullri vissu, hver hinn
sjúklegi þáttur er og á hvaða stigi
hann er og jafnframt að útiloka,
að ekki sé eitthvað annað á ferð-
inni en heilablóðfall. Þekkja verð-
ur takmarkanir hverrar rannsókn-
araðferðar, og því verður að halda
áfram stig af stigi, þar til grein-
ing framantaldra þátta er örugg,
ef liún getur þá orðið það. Hið al-
menna ástand sjúklingsins og ald-
ur hans skapa ákveðin viðhorf, því
að talsvert þarf á sjúklinginn að
leggja. Það reynist hér einsog svo
víða mikil kúnst að kunna að halda
að sér höndum eigi síður en að
hef jast þeirra.
— i\ —
TÍMABUNDNAR
BLÓÐRÁSARTRUFLANIR
Tímabundnar blóðrásartruflanir
(transient ischaemiur) hafa áður
verið skilgreindar. Þær standa