Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 108
n
LÆKNANEMINN
sjúklegan þátt, eru æðamyndir
bezt látnar ógerðar.
— ik —
ÞRENGINGAK
OG STlFLUR I HÁLSÆÐUM
Sú staðreynd, að orsakir heila-
blóðfalls má svo oft rekja til sjúk-
dóma í hálsæðum, hefur e.t.v. öðru
fremur leitt til aukinna rannsókna
og yfirleitt jákvæðari afstöðu til
rannsókna og hugsanlegrar með-
ferðar á heilablóðföllum. Einkum
er þessu svona farið hjá ungum
og yngri sjúklingum, er virðast
enga þá sjúkdóma hafa, er stuðlað
gætu að sjúku æðatré. Sú vissa,
að tiltölulega afmarkaður æða-
sjúkleiki getur leitt til hörmulegra
afleiðinga annarsvegar og hinsveg-
ar það, að hér má viðkoma mjög
áhrifaríkri meðferð, hefur dregið
mjög úr þeirri tilhneigingu að
halda að sér höndum.
Hverjar horfurnar eru við þreng-
ingar eða lokun í hálsæðum, er
raunar ekki ljóst með nokkurri ná-
kvæmni, en eftir þeim uppgjörum,
sem fyrir liggja, virðast þær ekki
góðar, sé ekkert aðhafzt. Nægir
þar að nefna uppgjör Marshalls frá
1966. Af 32 sjúklingum með carotis
lokun, voru 11 látnir innan 2ja ára,
og 10 höfðu fengið frekari heila-
blóðföll. Af 36 sjúklingum með
þrengingu í carotisæð, voru 16
látnir innan 2ja ára og 14 höfðu
fengið frekari heilablóðföll.
Áður hefur verið á það minnzt,
að við rannsóknir á heilablóðföll-
um finnast skemmdir í einni háls-
æð í 16-20% tilfella, og þegar beitt
er fjögurra-æðamyndatöku, eykst
þessi tíðni uppí 35%. Árið 1954 fór
Fisher yfir 432 post-mortem til-
felli, 214 þeirra höfðu merki um
æðasjúkdóma í heila, og af þess-
um fjölda var 41 með þrengingu
Mynd 7: Lokun á arteria carotis interna
í 57 ára gamalli konu. Hún vaknaði upp með
vinstri helftarlömun. Engin saga var um
fyrri einkenni um blóðrásartruflanir í heila
og er þessu merkileg’a oft svo farið. Góður
bati með konservatiskri meðferð.
eða lokun á carotisæð. Síðari upp-
gjör hafa leitt til svipaðrar niður-
stöðu.