Læknaneminn - 01.03.1972, Page 110
96
LÆKNANEMINN
Vertebralis skemmdir er einna
verst að greina kliniskt. Óhljóð
gæti þó heyrzt, og hugsanlegt er
að framkalla einkenni við höfuð-
hreyfingar, a.m.k. þegar æðin er
klemmd af beinsprota, sem venju-
legast er í einhverri ákveðinni
stöðu höfuðs einni saman.
Einkenni frá heila vegna sjúkra
hálsæða eru oft óljós og erfitt að
staðsetja, vegna þess að þegar
einhver æð í hálsinum er sjúk, en
sæmilega gott flæði er milli stofn-
æða í heila og þá vegna góðs
ástands Willis hringsins, verður
allt önnur heildardreifing eða
skipti blóðs frá hinum einstöku
æðum. Þannig gæti þrenging í
hægri carotisæð valdið einkennum
frá vinstra heilahveli, vegna þess
að það er vinstri carotisæðin,
sem nær eingöngu nærir nú bæði
heilahvelin, og einkennin verða
gleggri frá því hveli, sem mikil-
vægara er (dominant). Af sömu
ástæðu geta einkenni frá carotis-
svæði líkzt þeim frá vertebralis og
svo öfugt. Þetta m.a. hefur áhrif
á, hversu víðtækar rannsóknir á
háls- og heilaæðakerfi verður að
gera, áður en nokkuð verður að-
hafzt annað.
Hin afgerandi rannsókn á sjúk-
dómum í hálsæðum er æðamynd-
ir, og hef ég áður getið um almenn-
ar reglur, sem hollt er að fara eft-
ir, þegar sjúklingar eru valdir til
þeirrar rannsóknar. Raunverulega
eru tvö aðal sjónarmið við val
sjúklinga, þ.e.a.s. útilokun á öðr-
um sjúklegum þáttum og hinsveg-
ar ákvörðun um, að við sjúkling-
inn verði beitt skurðaðgerð eða
blóðþynningu, ef einhver þartil
viðeigandi skemmd finnst, Æða-
myndatökur eru ekki hættulausar
yfirleitt og sérlega ekki, þegar
æðakerfið er sjúkt. Helftarlömun
sézt eftir carotisæðamynd, og
Mynd 8: Þrenging (stenosis) á arteria
carotis interna í 43ja ára gömlum manni.
Hann hafði fengið tímabundnar blóðrásar-
truflanir þrívegis, en ekki skeytt þeim. Var
lagður inn vegna máttleysis í hendi. Við
skoðun heyrðist hátt óhljóð yfir carotisæð-
inni. Algengara er, að breytingar í hálsæðum
gefi sig þannig til kynna, áður en alger lok-
un verður. Skurðaðgerð heppnaðist vel (Páll
Gíslason).
gengur því miður ekki alltaf til
baka. Hugsanlegt er að stungan í
æðina losi um thrombus, er berst
upp í heila og stíflar þar, og einnig
getur myndazt thrombus, þegar
stungusárið grær og síðar orðið
embolus. Nálin getur lyft upp ath-
eroma og lokað alveg þröngri æð.
Ef nálin fer ekki vel inn í æðina,