Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 115
LÆKNANEMINN
99
Mynd 9: Sttbclavian stenosis. Mikil þrenging- á arteria subclavia hjá ungri stúlku. Engar
aðrar missmíðar verða greindar. A. vertebralis kemur upp, þar sem stenosan endar. Við
notkun handleggsins reynist ekki nægilegt blóðflæði til hans um subclavia, og blóðið beinist
frá heilastofni öfuga leið um vertibralis æð. í>etta veldur einkennum frá heilastofni. Sub-
clavian steal syndrome. Mikið óhljóð yfir æðinni, munur á radialisslætti og blóðþrýstingi í
handleggjum (sjá grein). (Mynd þessa hefur John Benedikz vinsamlegast leyft mér að birta).
Skemmd í fleiri en einni hálsæð
hefur áhrif á árangur skurðað-
gerða til hins verra. Sömuleiðis er
þessu svona farið, ef miklar þreng-
ingar eru í heilaæðum. Það er allt-
af nauðsynlegt að átta sig á
ástandi annarra hálsæða og hluta
heilaæða fyrir aðgerð, annars get-
ur margt dunið yfir skurðlækninn
nokkuð óvænt eftir annars vel
heppnaða aðgerð. Ef æðaskemmd-
ir eru útbreiddar í hálsi og heila,
sér enginn fyrir breytingar, þeg-
ar flæði er aukið úr einni átt. Og
jafnvel meðan á aðgerð stendur,
getur lokazt heilaæð, sem mjög
þröng var orðin. Drep hefur þá
myndazt, og verður það að blæð-
ingu, þegar flæði er hleypt á frá
hálsinum (Crawford & Bakey,
1963). Þegar æðasjúkdómar eru
útbreiddir, sveiflast ákafinn nokk-
uð frá skurðaðgerðum til blóð-
þynningar.
BLÖÐÞYNNIN G
Blóðþynning (anticoagulation)
er fyrirbyggjandi meðferð, en
ræðst ekki að rótum meins. Af
þeirri orsök er hún áhrifaminni
en skurðaðgerð, en hún er ekki
áhættuminni að sama skapi, og
gagnsemi hennar hefur jafnan
verið nokkuð umdeild, og þá ekki